Iðunn - 01.06.1889, Síða 71
Henry Morton Stanley. 237
vingast við landslýðinn, og með hjálp Sansibar-
mannanna og þarlendra manna áttu þeir að yrkja
svo mikið land, áð hverjar stöðvar gætu staðið
straum af sjálfum sér að vistaföngum. Stöðva-
formenn, er höfðu lag á því og vilja til þess, að
hafa svo gott sem þeir gátu upp úr þessari stöðu
sinni, að því er snerti bæði land og lýð, gátu inn-
an skamms komið sér svo á laggirnar, að þeir
höfðu notalegasta líf, og starf þeirra hlaut því þá
að verða þeirn skemmtilegt, eins og það varð öðr-
um blessunarríkt; en mönnum, sem engan dug
höfðu í sér, var það engin fagnaðartilhugsun, að vera
skilinn eptir iuni í miðri Afriku, og það stundum
innan um mannætur. það var ekki svo mikið, að
neinar reglulegar póstgöngur væri milli þessara út-
stöðva og aðalstöðvanna Leópoldville, er voru svo
fjarska langt burtu.
Eptir 146 daga útivist kom Stanley í janúar-
mánuði 1884 til Leópoldville; var þar allt komið í
hið bezta horf, því stöðvaformaðurinn þar haí'ði
reynzt hinn mesti dugnaðarmaður. A þessari ferð
sinni fór Stanley alls hér um bil hálft sjöunda
hundrað mílur eptir ánum.
Nú var starfa þeim lokið, er Stanley hafði tek-
izt á hendur að vinna; hann býr sig því hið bráð-
asta burt frá Leópoldville, með því að hanu þá
]íka fékk þær fréttir frá stöðvunum í fossalandinu,
að þar væri ekki allt sem skyldi. 1 júnímánuði
fór Stanley irt úr Kongóósnum, og í næsta mán-
uði komst hann til Evrópu.
1 grenndinni við Kongófljótið hafði þannig smá-
saman myndazt nýtt ríki, og ýms riki höfðu þegar