Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 72
238
0. Irminger:
berlega kannazt við þessa stórkostlegu belgisku
stofnun sem ríki, og urðu Bairdaríkin til þessfyrst
í flokki. En sum ríkin þóttust þurfa eigin hags-
muna að gæta, einkum í löndunum í grennd við
Kongóósinn; og sum ríki voru mjög áfram um það,
að stofna sér nýlendur og ekki sízt í Afríku; það
var því þegar í upphafi kominn krytur bæði um
landamerki Kongóríkisins og um ýmislegt, er snerti
verzlunarhagsmuni þess og annara ríkja, og var
öll þörf á að ráða þeim misklíðum til lykta, og
eptir langt þóf kom öllum, er hlut áttu að máli,
ásamt um, að ráða málum þeim til lykta á al-
mennum ríkjafundi í Berlín, er kom saman við árs-
lok 1884.
A þessum Berlínarfundi var «hið frjálsa Kongó-
ríki» viðurkennt af því nær öllum ríkjum, og tak-
mörk þess voru þar skýrar einskorðuð; Bandaríkin
skipuðu Stanley «sem reyndan mann og þann er
gott vit hefði á málinuu fyrir ráðanaut þess um-
boðsmanns, er þeir höfðu á þeirn fundi. Annars
var mikið gumað með hann og hann hafður í virð-
ingum miklum þann tímann, sem hann var á
|>ýzkalandi.
Stanley gaf skýrslu um framkvæmdir sínar þau
fimm árin, er hann hafði verið í löudunum við
Kongó, og greindi glögglega frá því, hvernig Kon-
góríkið hefði myndazt, í riti, sem liann kallaði:
«Kongóáin og hið frjálsa Kongóríki. Skýrsla um
framkvæmdir, landakannanir og uppgötvanir». En
hann átti eptir enn eina ferðina til Afríku, og
hennar var ekki langt að bíða; og voru öll tildrög
þeirrar ferðar svo vaxin, að aldrei hefir mennt-