Iðunn - 01.06.1889, Page 73
Henrv Morton Stanley.
239
uðum mönnum út um heiminn verið jafn mikið á-
hugamál, að fei'ðir hans mætti vel takast, eins og
mönnum er nú, að honum megi farnast vel í þess-
ari ferð.
A meginlandinu myrkva höfðu gerzt mikil tíð-
indi og ill. Hinir ofsafullu óaldarflokkar falsspá-
mannsins höfðu því nær gersamlega brotið niður
ríki Egipta í löndunum upp með Níl lengst suður
í Afríku. 1 janúarmánuði 1885 hafði lið falsspá-
mannsins náð Khartúm, höfuðborg Egipta í Súdau,
og var það fám dögum áður en enskir hertnenn
og sjólið, er fór upp eptir Níl til þess að koma
Gordon til liðs, voru komnir í nánd við borgina;
en Gordon féll við góðan orðstír, þegar her fals-
spántannsins náði borginni á sitt vald. |>að var
ekki nema lítill skiki af hinum víðlendu Súdans-
eignum Egipta, er fékk varizt því, að verða að
bráð fal8spámanninum og liði hans; það var hið
svo nefnda jafndægrahringshérað. í þessu skatt-
laudi var landstjóri maður sá, er nefndur er Emin
pasja, og mikið orð fer a£
þ>essi Emin pasja er hinn ágætasti maður; hann
er þýzkur að ætt og læknir, og heitir Edvard
Schnitzer; fytir rúmum 12 árum kom hann til Sú-
dan, og vorið 1878 skipaði Gordon pasja hann
landstjóra í jafndægrahringsskattlandinu. Hanu
stjórnaði skattlandi síuu með mestu snild, og efldi
hag þess á allar lundir, og varði það skörulega
fyrir arabiskum þrælakaupmönnum og mannaveiða-
mönnum, því sjálfur er hann tryggur vinur svert-
ingja og einbeittur talsmaður þeirra. Hann fékk
varizt fyrir óaldarflokkum falsspámannsins. En