Iðunn - 01.06.1889, Qupperneq 81
Stúlkan frá Bretag íe
247
um, og gestgjafinn hirti lítið um að hýaa þess
konar fugla. Hanu ráðlagði henni því, að fara í
veitingahús það, er væri í hinum enda bæjar-
ins.
Stúlkan gekk þangað, enn þá feimnari og hug-
minni en áður, en barði þó þar að dyrum. Veit-
ingahús þetta 'var í raunindi eigi annað en drykkju-
stofa, þar. sem að eins óbreyttir hermenn sátu að
drykkju. Veitingakonan virti hana fyrir sjer, og
var heldur tortryggileg á svipinn. Hana hefir án
efa grunað, að stúlkan kæmi úr hegningarhúsinu;
því að loksins rak hún hana burtu, með því að
hún kvaðst aldrei lofa neinum að vera þar nætur-
sakir. La Bretonne þorði eigi að herða að hcnni
með gistinguna, og gekk í burtu, álút og hnuggin,
en í hjarta hennar vaknaði hatur til allra manna,
þar sem þeir höfðu þannig snúið við henni bakinu.
Hún hafði nú engiu önnur úrræði, en að leggja af
stað fótgangandi til Langres.
þetta var síðast í nóvembermáriuði. Nóttin fell-
ur þá snögglega á. Myrkrið datt líka brátt yfir
hana; hún sá varla götuna, sem lá á milli tveggja
skóga, en kaldur norðanvindur þeytti f sundur stór-
um hrúgum af visnum laufblöðum.
Hún kunni eigi að ganga, eptir kyrsetuna íþessi
sex ár, sem hún hafði verið lokuð inni; hnjáliðirn-
ir voru eins og bundnir; fætur hennar kunnu eigi
við sig í nýju skónum, eptir tréskóna, sem hún
hafði liaft í hegningarliúsinu. þá er hún hafði
gengið eina mflu, voru komnar vatnsblöðrur á fæt-
urna, og hún þegar þreytt orðin. Hún settist
skjálfandi á stein, og spurði sjálfa sig, hvort hún