Iðunn - 01.06.1889, Side 82
ÍÍ48 André l'heuriet:
ætti sannarlega að deyja af kulda og hungri á
þessari hinni koldimmu nóttu, og í þessum iskalda
næðingi, sein komið hafði kuldahrolli í hana. Allt
í einu þóttist hún heyra gegnum vindhviðurnar,
þar sem hún sat einmana, langdreginn hljóm.
Hún fór að hlusta, og heyrði þá, að það var
mannsrödd, sem var að syngja. Söngurinn var
blíðlegur og tilbreytingarlaus, eins og þegar verið
er að svæfa börn. Hún reis á fætur og gekk á
liljóðið. jpar var bugða á veginum, og sá hún þá
dauft ljós skína á milli trjánna. Fimm mínútum
síðar kom hún að gömlum húskofa; veggirnir voru
úr leir, en þakið úr torfi. Eigi var nema einn
gluggi á kofanum, og út um hann lagði bjaitan
geisla. Með angist í huga rjeðst hún þó i að
berja að dyrum. Söngurinn hætti, og bóndakona
kom út og lauk upp. Iíona þessi var á líkum
aldri og La Bretonne, en vinnan hafði þegar gert
hana þreytulega og ellilega. Treyja hennar var
opin að framan, og skein í bert hörundið, brúnt
og sólbrennt; hárið var rautt og1 úfið, og lafði nið-
ur undan dálítilli húfu, sem hún hafði á höfðinu.
Kona þessi var gráeygð. Með undruii horfði hún
á ókunnugu stúlkuna, sem var eitthvað frábreytt
öðrum.
«Gott kveld», sagði hún, og lypti upp lampatýr-
unni, sem hún hjelt á í hendinni; «hvað viljið
þjer?»
«Jeg kemst eigi lengra», tautaði La Bretonne
með grátraust; «það er svo langt til bæjarins; og
■ef þjer viljið lofa mjer að vera í nótt, gerið þjer