Iðunn - 01.06.1889, Page 83
Stúlkan frá Bretagne.
249
mjer mikinn greiða. Jeg á nokkra peninga, og jeg
skal borga yður fyrirhöfn yðar».
«Komið þjer inn», svaraði konan eptir litla bið,
og bætti síðan við: «Hvers vegna gistuð þjer eigi
í Auberive?» I röddinni lá fremur forvitni en tor-
tryggni.
«Af því, að enginn vildi lofa mjer að vera»,
svaraði La Bretonne, og horfði í gaupnir sjer um
leið; hún varð gagntekin af samvizkubiti, og bætti
við: «en það var af því, að jeg kem úr hegningar-
húsinu, og menn fá eigi traust annara á sig við
það».
«Nú, komið þjer inn allt um það; jeg verð eigi
hrædd við neitt; jeg hefi aldrei átt við anlrað en
eymd að búa. f>að þarf samvizku til að reka
nokkurn kristinn mann út í þenna kulda. Jeg
skal búa yður rúm úr lyngi».
Að svo mæltu sótti hún fullt fang sitt af þurru
lyngi, sem lá 1 byrgi einu þar hjá, og fleygði því
í hornið hjá eldstónni.
«Búið þjer hjer eiuar?» spurði La Bretonne hálf
feimin.
«Já, með krakkann minn, sem er á sjöunda ár-
inu», svaraði hin; «jeg hefi ofan af fyrir okkurmeð
því að vinna í skóginum».
«Er maðurinn yðar dáinn?» spurði La Bre-
tonne.
. Hin brást reið við og mælti: «Jeg hefi aldrei
áit neinn; aumingja-krakkinn minn á engan föður.
Hver hefir sinn djöful að draga. Nú er rúmið
yðar til búið. Hjer eru tvær eða þrjár kartöflur,