Iðunn - 01.06.1889, Side 84
André Theuriet:
250
■sern eptir urðu af kveldmatnum; það er allt og
sumt, sem jeg get boðið yður».
Samræðan varð ekki lengri; því þá heyrðist barns-
rödd úr næsta herbergi, en það var afþiljað frá
fremra herberginu. |>ar var myrkur inni. «Góða
nótt», mælti húsmóðirin; «jeg verð að fara til litlu
telpunnar; hún er orðin hrædd. Eeynið þjer að
sofa vel í nótt».
Hún tók lampann, og fór inn í hitt herbergið, en
skildi La Bretonne eptir í myrkrinu. La Bretonne
lagðist á lyngið. þá er hún hafði borðað, reyndi
hún að láta aptur augun, en gat samt eigi sofnað.
I gegnum þilið heyrði hún, að konan var að tala í
hálfum hljóðum við litlu telpUna, sem hafði vakn-
að við komu hmnar ókunnu stúlku, og vildi eigi
sofna aptur. Móðirin hampaði henni, og faðmaði
hana að sjer með gæluorðum. jpað hafði undarleg
áhrif á La Bretonne, að heyra þessi einföldu orða-
tiltæki; þessi blíðyrði vöktu óljósar móðurtilfinn-
ingar í brjósti hennar, sem forðum var dæmd fyr-
ir að hafa kæft nýfætt baru sitt. Hún hugsaði
með sjer: «Ef viðburðirnir hefðu eigi snúizt í
svona vonda stefnu, þá hefði litla barnið mitt ver-
ið núna jafn-gamalt þessari litlu stúlku». Við þessa
hugsun og við hljóm hinnar barnslegu raddar fór
hrollur um hana alla; einhver blíða læsti sig inn í
liið beiska og harðsviraða lijarta, og hana sárlang-
aði til að gráta. I
»Nú, nú, litla telpan mín, flýttu þér nú að sofna»
sagði móðirin. «Ef þú ert þekk, skal jeg fara með
þig á morgun á markaðinn, sem haldinn ör í minn-
ingu hinnar heilögu Katrínar».
#4
|