Iðunn - 01.06.1889, Qupperneq 86
r
252 André Theuiiet:
eins og eitt húsið vekti eptirtekt hennar. Hún
barði á gluggahlerann, og var liann brátt opnaður.
jpetta var glysvarningsbúð. |>ar mátti líka fá
barnagull, en það var lítilfjörlegt, og af því allur
nvi blœrinn; það voru brúður úr þykkum pappír,
örkin hans Nóa og kindur. Sölukonan varð alveg
hissa, er La Bretonne keypti það allt saman, greiddi
verðið, og lijelt síðan af stað.
Hún var komin á leiðina aptur til kofans, þar
sem hún liafði gist um nóttina; þá var allt í einu
hönd lögð á öxl henuar. Hún snjeri sjer við, og
það kotn í hana titringur, er hún sá, að frammi
fyrir sjer stóð lögregluþjónn. Aumingja stúlkan
hafði gleymt, að það var bannað föngum, sem
lausir voru látnir, að dvelja nálægt hegningarhús-
inu.
«1 staðinn fyrir að flækjast hjer, áttuð þjer þeg-
ar að vera komin til Langres», sagði lögregluþjónn-
inn byrstur. «Afram; af stað».
Hún ætlaði að skýra fyrir honum, hvernig á stæði.
jpað var til einkis. A svipstundu var búið að útvega
kerru, og stúlkan var látiu fara upp í hana undir
umsjón lögregluþjóns, og vagnstjórinn sló í hestinn.
Kerran skokkaði upp og niður eptir freðinni göt-
unni. La Bretonne kreisti með sorgarsvip böggul-
inn, sem burnagullið var í, milli handanna, sem
voru krókloppnar. Við bugðu á veginum þekkti
liún aptur hina óglöggu götu milli trjánna. Hjart-
að í henni barðist af gleði; hún grátbændi lögreglu-
þjóninn að nema staðar. Hún sagðist hafa erindi
til konu einnar, sem byggi þar eigi þverfóta frá;
liún beiddi með svo miklu þreki og svo innilega,
L