Iðunn - 01.06.1889, Side 87
Stúlkan frá'Bretagne. ‘J53
að lögregluþjónninn, sem var í rauninni góður mað-
ur, ljefc tilleiðast. Hesturinn var bundinn við trje,
og þau héldu eptir litlu götunni.
Fleuriotte —þannig hjet konan— stóð fyrir ut-
an dyrnar á kofa sínum, og var að kljúfa spýtu.
|>á er hún sá gest sinn í för með lögregluþjóni,
hætti hún öllum tökum, stóð með opinn munninn
og Ijet hendurnar hanga niður.
njpei, þei», sagði La Bretonne, «sefur litla lóan
enn þá?»
«Já — en . . .»
«Farið þjer liægfc, og leggið þetta barnagull á
rúmið hennar, og segið, að það sje hin heilaga
Katrín, sem sendi henni það. Jeg sneri aptur til
Auberive til þess að sækja þefcta, en það virðist
svo, sem jeg hafi eigi haft rjett til þess, og nú er
verið að flytja mig til Langres».
«Heilaga guðs móðir», mælti Fleuriotte.
«þei, þei» . . .
þær gengu báðar að rúrninu, og lögregluþjónninn
á hælunum á þeim. La Bretonne lagði á yfir-
dýnuna brúðurnar, örkina hans Nóa og kindahúsið
með kindunum í, kyssti svo á beran handlegg
barnsms, sneri sjer að lögregluþjóninum, sem var
að þurka sjer um augun, og mælfci:
«Nvi getum við farið».
(ísl. hefir p. F.).