Iðunn - 01.06.1889, Side 88
Köngurlærnar,
eptir
&m líe- cBf anc'hazd.
Herbert Spencer segii' á einum stað í hinu fræga
riti sínu Um uppeldi:
dÆtlar þú, að vatnsdropinn, sem í augum al-
mennings ur ekkert anuað en vatnsdropi, missi
nokkurs í augum vísindamannsins .við það, aðhann
veit, að aðalefni hans haldast sáman af krapti
þeim, sem mundi leiða fram cklingu, ef hann allt
í einu yrði frjáls? Ætlar þú, að það, sem í aug-
um almennings er ekki annað en blátt áfram snjó-
korn, veki ekki hærri hugsanir hjá þeim, sem í
gegnum stækkunargler hefir sjeð hinar breytilegu
og fögru myndir snjókristal]anna?» o. s. frv.
jpað er einsætt, að mikill sannleikur er fólginn í
þessum orðum; og það hið sama, setn hjér er sagt
um vatnsdropann og snjókornið, má segja um hvað
eina í náttúrunni; oss sýnist það flest svo hvers-
dagslegt, svo lítilfjörlegt, að vjer gefum því ekki
gætur; en hve undrunarvert ogfullkomið er þó'ekki
hvert litið blóm, hvert lítið skorkvikindi, eins og
það er búið frá hendi skaparans!
það er einnig mikill sannleikur fólginn í þessum
orðum Spencers;
«þeir, sem aldrei hafa haft vísindin um hönd,