Iðunn - 01.06.1889, Side 89
Kö»j>urlærnar. í>55
sjá að mestu leyti ekki þann skáldskap, sem er
allt í kring um þá».
Jeg vildi með þessum línum vekja eptirtekt les-
endanna á litlu dýri, sem fyrirlitning er á höfð, og
sumir jafnvel eru hálfhræddir við, þótt ekki sje
mikil ástæða til þess. Dettur- mjer ósjálfrátt í
hug saga um Jeanne d’ Arc, sem jeg einhverstað-
ar hefi lesið. þessi mikla kvennhetja, sem Eng-
lendingar flýðu fyrir við Orleans, sem flutti Karl
konung gegnum þann hluta Frakklands, þar sem
óvinirnir voru fiestir, til þess að hann yrði krýnd-
ur í Reims, þessi unga mær, sem ekki kunni að
hræðast í bardögum, aldrei faun til hræðslu í hin-
um voðalegustu orustum, hún æpti upp yfir sig,
ef köngurló settist á hönd ’nennar. |>að er þetta
litla kvikindi, sem jeg ætla stuttlega að lýsa.
Forn-Grikkir höfðu æfintýri til að skýra með
það í náttúrunni, sem þeir skildu ekki. þeir segja
svo frá uppruna köngurlónna:
«1 Lydiu var ung og fögur mær, Arachne að
nafni. Plún var svo vel að sjer í vefnaði, að eng-
inn gat við hana jafnazt; en einu sinni varð hetmi
á, að styggja Mínervu, sem hegndi henni með því,
að hún missti hina kvennlegu fegurð sína og varð
að köngurló; samt hjelt hún nafni sínu og hagleik».
Köngurló heitir á grísku aralcne.
Köngurlær lifa bæði í hinum heitu og- köldu
löndum; sá er sarnt munurinn, að í heitu löndun-
um eru þær stærri og litfegurri. A þeim er höf-
uðið samvaxið brjóstinu, og líkaminn því ekki
nema tvískiptur, í framhluta og apturhluta; á höfð-
inu eru augun, vanalega 8, en það er mismunandi,.