Iðunn - 01.06.1889, Page 93
Köngurlærnar.
J59
í samræmi við þær hættur, sem þeim eru búnar.
Að því er köngurlærnar snertir, eru þessar hættur
smáfuglar og skorkvikiudi, sem þykir köngurlóin
góð fæða. Undir eins og ungar köngurlónna koma
úr eggjunum, eru þeir þegar mjög líkir foreldrun-
um. þótt köngurlærnar sjeu umhyggjusamar mæð-
ur, sýnist samt svo, sem þær hafi ekki tilfinningu
fyrir öðru eti afkvæmi sínu, sem þær elska mjög.
Undir eins og ungarnir geta verið án móður sinn-
ar, byrja þeir einsetulíf sitt, ókunnir tilveru ann-
ara köngurlóa, og ef einhver köngurló verður á
vegi þeirra, gleypa þeir hana miskunnarlaust. Svona
lifir hver köngurló ein sjer, þangað til móðurskyld-
urnar koma. 1 heimi þeirra er engin hjúskapar-
ást; viiji karldýrið hafa samfarir við kvenndýrið,
verður það að sýna hina mestu varkárni; það hef-
ir einhverja tilfinningu um, að ekki muni verða
tekið vel á móti sjer. Bf karldýrið er lipurt, get-
ur það eðlað sig við kvenndýrið í einu vetfangi og
verður svo að flýta sjer burt, til þess að hún
gleypi sig ekki; kemur það sjer því vel, að karl-
dýrin hafa lengri fætur en hin grimmlynda kvenn-
þjóð, og eru þau ekki lengi að koma sjer undan
og fela sig.
þetta, sem hjer hefir sagt verið, á við aliar
köngurlær. En hver tegund hefir sína siði, lifnað-
arhætti og iðnað. Yjer skulnm nú virða dálítið
fyrir oss hinar sjerstöku tegundir.
Opt sjáuin vjer í einhverju horni á berberginu
útþaninn vef, og í honum köngurló, setn situr um
bráð sína; það er sú köngurló, sem á latínu er
17*