Iðunn - 01.06.1889, Síða 94
260
Emile Blanehard:
kölluð ntegnai'ia domestica». Hiín hefir svo miklar
mætur á hýbýlum vorum, að hún notar þau sem
væru þau gerð einungis fyrir hana, og er hún því
í öllum húsum, þar sem menn á annað borð þola
návist hennar.
Hún er ágæt spuna-nipt og býr til mikið silki;
hún notar klærnar til að kemba það með, og mií
nærri geta, að það muni vera vönduð vinna, sem
unnin er með svo írábærlega smágervum tólum.
Vefurinn er ínjallhvítur, meðan hann er nýr, en
•ekki líóur á löngu, áður en rykið hefir saurgað
hann. Húsköngurlóin er huglítið dýr, og ekki
kann hún vel við sig, nema hún eigi hægt með að
flýja. Hún hefir því gætt þess, að hafa smugu á
veggnum í horninu, þar sem hún geti falið sig,
ef hún heldur, að einhver ætli að ónáða sig.
þ>egar sá tími kemur, að hún fer að verpa, 'býr
hún til hylki utan um eggin, og er það úr silki
hennar; það felur hún svo undir einhverju, t. a.
m. dúnhnoðra eða mosaögn, til þess að verja egg-
in fyrir græðgi þeirra dýra, sem þykir gott að jeta
þau.
Meðan á klakinu stendur, er hin umhyggjusama
móðir ávallt nálægt eggjum sínum, til að gæta
þeirra, og gleymir á meðan að taka til sín fæðu.
þegar ungarnir eru komnir úr hylkinu, snýr köng-
urlóin aptur að vefnum, og er þá nijög natin að
grípa hverja bráð, sem hún nær í, til þess að
styrkja sig, og nú falla íiugurnar hrönnum saman,
og sjá má líkama þeirra liggja um allt gólfið.
Köngurlóin gerir ekki nema sýgur úr þeim blóðið.
Hún vill ekki annað en vökvun.