Iðunn - 01.06.1889, Page 99
Köngurlærnár. - 05
og ganga jafnvel ptundum á bökkunum sjer til
skemmtunar.
jpegav köngurlóin hefir fullgert bústað sinn, er
hún þar róleg; hún snýr höfðinu niður, og situr
þannig um bráð; en þegar hún er búin aðnábráð-
inni, ffytur hún hana í bústað sinn, til að hafa
frið til að neyta hennar.
Vatnaköngurlóin er eins óvinveitt náungum sín-
um, eins og aðrar köngurlær. Karldýrið neytir
því bragða við til þess að komast inn til hennar;
hann gerir klukku við hliðina á bústað hennar, og
gerir göng á milli; þegar allur undirbúningur er
fullgerður, brýzt hann allt í einn í gegnum vegginn,
þegar hana minnst varir. Nokkru síðar verpir
hún, og þegar ungarnir eru komnir út úr eggjun-
um, lifa þeir skamma stund hjá móðurinni, þang-
að til þeir eru orðnir nógu rniklir til þess að berj-
ast sjálfir fyrir sjer; þeir gera þá hver sína klukku
og búa einir sjer, eins og ættingjar þeirra hafa
gert.
Onnur einkennileg tegund í útlöndum er hús-
gerðaköngurlóin, sem eigi býr til veiðinet, heldur
grefur sjer holur í jörðu niður. Til þess að fá
rjetta hugmynd um bústaði þeirra, skulurn vjer
taka dæmi. í mörgum borgum í Flandern búa fá-
tækir menn í kjöllurum; en eigi eru það öfunds-
verðir bústaðir. Gangi ókunnugur maður að kveldi
dags um hin dimmu stræti, vill honum opt til, að
hann rekur fótinn í nokkurs konar palla fyrjr ut-
an húsin; það era hurðirnar á kjöllurum, sem opn-
aðir eru að utan, með því að taka í hring á hler-
unum, og lokaðir að innanverðu með króki. þeg-