Iðunn - 01.06.1889, Page 101
Köiijiui'læriiar.
267
getur því lifað rólegu lífi í hæli sínu; en ef ein-
hver óvinur reynir að lypta hlemmnum, þá rekur
hún klærnar í hin smáu göt, og heldur honum
aptur af öllum kröptum. A nóttum fer hún svo'á
veiðar, og stökkur á bráðina, því ekki hefir hún
nein veiðarfæri.
í heitu löndunum eru til enn fullkomnari köng-
urlær þessarar tegundar, og frá Kahforníu kom
fyrir nokkrum árum ein köngurló til náttúrugripa-
safnsins í París; hafði hún verið tekin ásamt bú-
st'að sínum, og látin í hætílega stórt ílát. I 4 mán-
uði var allt gert til þess, að varðveita hana; hurð-
in var opnuð með mestu varfærni, og henni rjett
iiuga til fæðu; hún greip hana þegar, því að hún
var hungruð eptir hina löngu ferð, en ef menn
reyndu að lokka liana út, dró hún sig lengra inn
i holuna. Hún hjelt áfram að vera tortryggin,
jafnvel við vini sína. Eina nótt, þá er hún hafði
verið vel fóðruð nokkra daga, klíndi hún hurðina
aptur, því að henni var illa við, að sjá hana opn-
aða, og næsta morgun var komin ný hurð, ekki
langt frá hinni gömlu. Skyldi aumingja-dýrið hafa
hugsað, að þessi hurð hlyti að vera þeim ókunn,
sem hingað til haíði fært henni fæðu? En það varð
bani hennar; hún drógst loks máttvana út úr sín-
um kæru híbýlum, og fannst dauð í sandinum
skammt frá.
Vjer höfum nú stuttlega minnzt á hinar al-
gengustu og merkilegustu tegundir af köngurlóm,
sem eru hver annari svo líkar í öllum aðalatriðum,
en svo mjög mismunandi í mörgum smá-atriðum.
Allar lifa þær eimnana; allar eru þær ágætar og