Iðunn - 01.06.1889, Side 103
Yfirlit yfir sögu Ástraliu. t!Ö9
Ástandið áður en landið fannst.
]pegar Evrópumenn fundu landið, stóðu Astralíu-
blámenn ekki á háu stigi. Ibúarnir lifðu í smáum
ættbálkum, nn þess lieita mætti, að nokkurt fje-
lagslíf ætti sjer stað hjá þeim. Voru þeir á stöð-
ugu íiakki fram og aptur, og bjuggu í hreysum,
sem þeir hrófluðu upp á svipstundu úr blöðum og
trjáberld; voru þeir nærfellt naktir, höfðu engin
verkfæri úr málmi, og ekki boruð göt á steinvopn
sín, lieldur bundu þau við skaptið með viðartágum.
Boga höfðu þeir ekki og naumast nokkra báta,
nema ljelegar barkarkænur. Iiúsdýr voru þar eng-
in nema hinir hálfvilltu dmgo-liundar, og akur-
yrkja var þar ekki kunn. Hvernig ástand íbú-
anna hefir veriö áður, er ekki hægt að hafa nein-
ar sögur af, fremur en af steinaldarþjóðum ann-
arstaðar úr heirni. Eigi er heldur hægt að segja
með vissu, hvaðan þeir hafi kyn sitt að rekja, með
því að athuga þaö, sem einkennilegt er í háttum
og siðum þeirra. Umskurn, hörundspent («tató-
veringo) og kukl fiunst dreift um alla jörðina, án
þess hægt sje að segja, hvert það eigi uppruna
sinn að rekja. Með samanburðarmálfræðinni hefir
jafnvel heldur ekki verið hægt að tengja frumsögu
Astralíubúa í áreiðanlegt samband við sögu nokk-
urra annara þjóða, þótt reynt hafi verið að fiuna
líkingu milli tungna þeirra og frumþjóðanna á
Dekanskaganum á Vestur-Indlandi, og nú seinast
sjerstaklega við mál Afríkusvertingja. Fornmenjar
hafa heldur ekki fundizt, nema stórkostlegir sorp-
og öskuhaugar. þá er aðeins eptir mánnkynsfræð-
in (Anthropologie), og er þá sjer í lagi að bera