Iðunn - 01.06.1889, Qupperneq 108
274 Yfirlit yfir sögu Ástralíu.
um á norðurhelmingnum. Var þetta ímyndaða
land kallað «terra australis incognita» (þ. e. hið ó-
kunna suðræna land); mun þar af dregið nafnið
Australia; landið ætti raunar að heita Marega, því
þannig nefndu Malajar það frá alda-öðli; þeir fóru
þangað árlega til að veiða «trepang» (eins konar
sæbjúgu, sem etin eru í suð-austurhluta Asíu) við
norðurstrendur meginlandsins, meðau norð-vestan-
staðvindurinn bljes þar um slóðir.
Eptir að Portúgallar fundu Astralíu, mun ekki
hafa liðið langur tíini, áður en keppinautar þeirra,
Spánverjar, voru komnir þangað á hæla þeim.
Samkvæmt úrskurði Alexanders páfa 2. máttu þeir
að eins helga sjer lönd vestur á bóginn, en Portú-
gallar höfðu einkarjettindi yfir þeim löndum, er þeir
fyndu austur á bóginn og svo áttu þeir, eins og
Loki og Logi, að mætast í miðju trogi hinum megin
hnattarius. Af því ófriður varð milli þeirra út af Mo-
lukkaeyum, sem voru á landamótum milli þeirra, get-
ur hugsazt, að þeir hafi báðir þagað yfir hinu suð-
ræna meginlandi, sem lá yfir sjálfri merkjalínunni-
En hve snemma sem Astralía kann að hafa
fundizt, eru þó ekki til áreiðanlegar sögur af ferð-
um þaugað fyr en í upphafi 17. aldar. Eru þá Hol-
lendingar í fararbroddi; þeir sátu sig aldrei tu-færi,
að hnekkja valdi Spánverja og Portúgalla, fjand-
manna sinna, og ná undir sig hinum auðugu ný-
lendum þeirra, enda berjast þeir um sama leyti
gegn þeim hjer í álfunni, til að.verja fjör og frelsi.
A meðal fleiri sæfara til Astrallandsins vitum vjer
af de Bredia frá Portúgal, sem kemur að vestan
og að vestur- og norðausturströnd landsins 1601.