Iðunn - 01.06.1889, Page 109
Yfii'lit yfir sögu Ástralíu. H7r>
— Arið 1606 kom Luis Vaes de Torres, spænskur
maður, austan að landinu gegnum sund það, sem
við hann er kennt, og um sama leyti eða nokkr-
um árum seinna hollenzka skipið Duyfhen fram
með austurströndinni norður að höfðanum York,
einum nyrzta höfða landsins. Og frá þeim tíma.
eru Hollendingar því nær einir um allar rannsókn-
arferðir þangað. Mundi verða of langt mál, að
segja gerr frá hverri ferð þeirra þangað, sem þeir
fóru annað hvort frá aðalnýlendu siuni á Java
eða á leið sinni til Indlands, sem þeir urðu að
krækja út fyrir vanalega leið Portúgalla.
1627 kom Peter Nuyts að vestan, og komst þá
alla leið innst í Astralíuflóa á suðurströnd lands-
ms, og er Nuytsland á suðurströndinni kennt við
hann. 1642 kom Tasman að suðurodda lands þess,
er hann kallaði Van Diemensland. Hjelt hann
það vera suðuroddann á stóru meginlandi, en hvort
það liefir verið af gömlum hugmyndum eða nýrri
rannsóknum, er ekki hægt að segja.
Arið 1688 kemur ný þjóð til sögunnar. þ>að
voru Bnglendingar, sem síðar urðu eigendur lands-
ins. Var það Dampiers víkingur, og skoðaði hann
nokkuð af vesturströnd landsins. Hundrað árum
seinna stofnuðu Englendingar fyrstu nýlenduna í
landinu.
Enn þá var þó ekki gerð nein tilraun til þess af
neinni þjóð, að kasta eign sinni á landið, og var
það af mörgum orsökum. Veldi Spánverja og
Portúgalla var á förum, og Hollendingar höfðu nóg
að gera, að hugsa um hinar auðugu nýlendur, er
18*