Iðunn - 01.06.1889, Síða 110
27ö Yfirlit yfir sögu Ástralíu.
’þeir höfðu þá nýunnið. Auk þess var Astralíu yf-
ir höfuð lýst þannig, að landið væri eyðimörk ein,
•og þar væri neyzluvatn ekld að fá, og lanclsmenn
■3Íðlausir og fátækir. Sá hluti af ströndum lands-
ins, er þá var kunnur orðinn, var heldur ekki
girmlegur; á suður- og .vesturströndinni eru fáar
hafnir, og á norð-austurströndinni éru hin hættu-
legu kórallarif. það var búið að sjá ranghverfu
landsins, ef svo má að orði kveða, og hefði verið
barnaskapur að setjast þar að, heldur en í Ameríku
eöa á lndlandseyjum.
þegar landnámið byrjar, er það eptirtektavert,
að vísindamenn eru þar í fararbroddi. Arið 1768
iiutti J. Cooke, enski sæfarinn nafntogaði, stjörnu-
fræðing og tvo aðra vísindamenn til eyjarinnar Ta-
hiti ('Otaheiti), til að atliuga þar þami atburð, að
Venus geugi fyrir sólina, og svo til þess að gera
aðrar vísindaathuganir á heimleiðinni. Við það
fengu landkönnunarferðirnar nýtt snið á sig, því
nú var ekki að eius hugsað um, að leita landa til
þess, að leggja þau undir sig, heldur einnig til
þess, að auka landfræðislegan fróðleik. Arið 1770
kom Cooke á Botany-Bay í Astralíu, og gerði síð-
an uppdrátt af ströndinni norður að Torressundi,
og sýndi fram á það fyrstur manna, hvað mikið
væri í land þetta varið.
Einmitt um sama leyti voru Englendingar í
vandræðum með, hvað þeir ættu að gera við þann
sæg, er þeir höfðu af glæþamönnum, sem áður
höfðu verið fiuttir til nýlendna þeirra í Norður-
Ameríku, sem þeir áttu þá í ófriði við; þegar
Bandaríkin lýstu sig úr lögum við þá, var ekki