Iðunn - 01.06.1889, Síða 111
Yfirlit yfir sögir Ástralíu 277
hægt að senda framar dæmda störbrotamenn þang-
að; en þar eð Cooke hafði látið svo vel af land-
inu við Botany-Bay, varð það út úr, að Sydney
ráðherra rjeð af, að gera það að sakamannaný-
lendu. Byrstu fangarnir voru fluttir þangað 1788,
en voru jafnskjótt fluttir þaðan til hinnar fögra
hafnar Port Jackson, þar skammt í brott, þar
sem bærinn Sydney óx síðar upp smátt og
smátt.
Könnun landsins var ni\ haldið áfram frá þessari
einmana nýlendu.
Árið 1795 hófu þeir Flinders og Bass rannsóknar-
ferðir sínar fram með ströndinni á tvær hendur, á
örsmáu bátkrýli, 3 álna löngu.
Árið 1797 fann Bass sund það milli Tasmaníu.
og meginlands, er síðan er við hann keunt, og
sigldi kringum alla eyna með Flinders árið eptir.
Með styrk frá stjórninni tók Flinders síðar upp-
drátt af miklum liluta Ástralíustranda, sem síðan
lrefir verið haldið áfram á þessari öld.
Að svo búnu hefjast rannsóknirnar inni í land-
inu, sem mest hafa dregið að sjer hugi manna.
það má geta því nærri, hve örðugt hefir verið
að brjótast yfir Bláfjöllin, sem greina Sydney frá
sljettlendinu upp í landinu, af því að aðrir eins
menn og Bass urðu að hætta við það hálfgert.
Að 25 árum liðnum (1813) komust menn loks
10 mílurnar fyrstu, og fundu veg yfir fjöllin gegnum
gljúfur, ytir kletta og klungur, og gátu komiíit inn
á sljettlendið. Bannsóknunum tók nú að miða
óðum áfram, og landið fram með ám þeim, er
reuna niður til Victoríu, var nú kannað, og gerðu