Iðunn - 01.06.1889, Síða 114
280 Yfirlit yfit' sögu Ástralíu.
tókst Leiehhardt enn á hendur, og ætlaði að brjót-
ast þvert vestur yfir landið, en í seinui ferðinni
hvarf hann, og allir förunautar hans, svo ekkert
hefir til hans spurzt síðan 3. apríl 1847, og er
haldið, að þeir hafi dáið úr hungri.
Nú gugnuðu menn um nokkur ár við þessa
sorgarfregn, þar til 1855, að A. C. Gregory, sem
frá því 1848 hafði ferðast kringum Svantíjótið í
Vestur-Astralíu, lagði af stað sjóleiðis vestur fyrir
Arnheimsland, til þess að rannsaka Victoríufljót,
en sneri sjóveg aptur til Adelaide, án þess að liafa
fundið neitt markvert.
Arið 1860 lögðu tveir landkannendaflokkar af
stað, er ætluðu sjer að komast þvert yfir landið
frá suðri til norðurs. Öðrum flokknum, sem lagði
upp frá Adelaide, stýrði Mac Dougall Stuart; hinn
lagði upp frá Melbourne, og fyrir honum rjeðu þeir
Eobert O’Hara Burke og Wills. Stuart reisti enskan
fána á fjalli því, er við hann er kennt (Gentral Mount
Stuart), inni í miðju landi, en varð að hverfa aptur,
þegar hann átti ekki nema 50 mílur niður að Carpen-
taríaflóa, af árásum villiþjóða. Burke og stjörnu-
fræðingurinn Wills voru aptur á nióti ekki nógu
reyndir og þrautseigir í slíka hættuför, og voru þó
vel útbúnir, með 25 úlfalda, vagna og vistir nógar.
A tveim stöðum á leiðinni skildu þeir eptir mat-
væli, í síðara staðnum við Coopercreek; þaðan
hjeldu þeir Burke, Wills og tveir menn aðrir enn
af stað 16. desember 1860; komust norður í Oar-
pentaríuvík á norðurströndinni 11. febr. 1861; sneru
síðan aptur, en komust loks til Coopercreek 21.
apríl, degi síöar en fjelagar þeirra höfðu fárið það-