Iðunn - 01.06.1889, Side 117
Yfirlit yfir sögu Ástraliu. ‘J83
sín taka, og hinni engil-saxnesku þjóð opnaðist njr
heimsálfa til að dreifa sjer yfir.
Landnemendur voru í upphafi 775 glœpamenn
og 212 frjálsir innfiytjendur, og af þeim nálega þ
kvennmenn, og auk þess dálítil hermannasveit.
Hundrað árum seinna eru íbúarnir á meginlandinu
og eynni Tasmaníu orðnir nærri 5 miljónir. Ak-
uryrkja var það hið eina, sem landnámsmennirnir
gátu stundað, en þar eð flestir þeirra kunnu lítið
til þess konar verka, hefðu þeir orðið að þola sult
og seyru fyrst í stað, ef þeir hefðu ekki slátrað
nokkru af kvikfjenaði þeim, er þeir fiuttu með sjer
þangað. Síðan eru liðin hundrað ár, og nú eru
þar í landi 80 miljónir sauðfjár og 8 miljónir naut-
gripa, og ull, kjöt, tólg, hveiti og málmar eru ár-
lega seldir til Englands fyrir 40 milj. pund
sterling — hjer um bil 700 miljónir krónur. það
•eru stórkostlegar framfarir á einni öld.
Saga nýbyggjendanna segir í fyrstu helzt frá
innflutningi glæpamannanna. 1 fyrstu nýlenduna
voru fluttir 60,000 afbrotamenn fram að 1839; en
frjálsir menn, sem þangað höfðu flutzt, mótmæltu
þá innflutningi sakamanna svo einarðlega, að því
var þá hætt. Sakamannanýlendan, sem næst var
stofnuð, var eyjan Tasmanía, sem þá var kölluð
Van-Diemensland, — stofnuð 1803, — glæpamanna-
flutningi hætti þangað 1853 og höfðu þá alls
68,000 sakamenn verið fluttir þangað. Hversu
fyrst hefir verið ástatt í þessum sakainannanýlend-
um, sem siðlausir hermenn áttu að gæta, má ráða
af því, að 1835 var í New-South-Yales 22,000
föngum hegnt fyrir óhlýðni (þar af 3000 hýddir)