Iðunn - 01.06.1889, Side 118
284
Yfirlit yfir sögu Ástralíu.
af 28,000 föngum, og enn fremur var fullnægt eifct
hundrað líflátsdómum. Af 37,000 manns, sem
voru í Tasmaníu 1834, var hegnt nálega 15,000,
þar á meðal sjöunda hlufc hinna frjálsu íbúa fyrir
drykkjuskap.
Nýlendan Yestur-Astralía, sem stofnuð var 1838,
tók lengst á móti sakamönnum; 1849 bað nýlendu-
stjórnin um, að sakamenn væru fluttir þangað til
þess að flýta fyrir bygging landsins; en í hinum ný-
lendunum stóðu menn móti innflutning til sín með'
hnúum og hnefum, og höfðu svo mikinn ýmugust
á sakamannainnflutning til Vestur-Astralíu, að því
var hætt 1868, og höfðu þá verið fluttir þangað
10,000 glæpamenn.
Yjer sjáum, að það er ekki lítill mannfjöldi, allir
þessir sakamenn, sem fluttir voru til Astralíu. Og
nú tóku frjálsir menn einnig að flytja sig þangað.
Tvö nýlenduríkin, sem nú eru, voru ekki í fyrstu
stofnuð til innflutnings glæpamanna. Eeyndar var
reynt að flytja þá til Melbourne (1803), sem nú
er höfuðborgin í Victoiíu, en við það var hætt
aptur, og nýlendan Porfc Phillip, sem Vietoría -var
kölluð í þá daga, var stofnuð af frjálsum mönnum
frá Tasmaníu. Suður-Astralía var beinlínis stofnuð
af ensku fjelagi, sem fjekk þar ókeypis land með
því skilyrði, að styðja að innflutningunum. 1841
voru komnir þangað 23,000, sem flestir voru frjáls-
ir menn.
Elzta nýlendan, New-South-Wales, var stofnuð
1788, svo sem áður er frá sagt. þ>aðan var stofn-
uð nýlendan á Tasmauíu 1803. Eylkið Port Phil-
lip eða «Australia felix», sem fylgdi New-South-