Iðunn - 01.06.1889, Page 120
íiKi Yfirlit yfir söou Ástraliu.
Lengi hafa stjórnœálagarpar í Astralíu átt úr
þeim vanda að leysa., að samrýma hagsrnuni fjár-
bænda og akuryrkjmnanna; en ekki hefir það tek-
izt enn, þótt ýmisa ráða hafi verið í leitað.
þegar framfarir í fjárrækt og akuryrkju stóðu
sem hæst, kom ný auðsuppspretta til sögunnar, og
fleygði landinu geysi-mikið áfram, þótt það gerði
heldur að hnekkja hinum atvinnuvegunum báð-
utn.
Arið 1851 var að rnörgu leyti timamót í sögu
Astralíu. þá rann upp gullöld þessa nýja megin-
lauds í orðsins rjettu merkingu: þá fundust hinar
feiknar-miklu gullnámur í Ballarat og Bendi-
go1.
Lrá því löngu áður höfðu menn haldið, að gull
hlyti að finnast í Astralíu, og meðal afbrotamann-
anna, er þar voru í útlegð, gengu margar sögur
um gull, sem þeir hefði fundið í Bláfjöllum, en
stjórnin skeytti hvorki nje trúði slíkum kynjasögum,
og var það mál því aldrei rannsakað til hiítar.
En 1851 komst skriðið á. J>á keypti stjórnin
við háu verði af gullnema einum frá Kaliforníu
stórmiklar gullnámur, er hann hafði vísað á í Blá-
fjöllum í New-South-Wales. Jafnskjótt og stjórnin
hafði þannig helgað eptirleit eptir gulli í landinu,
hófst voðalegur gauragangur í nýlendunni. Kynja-
sögur urn botnlausar gull-lindir komu nú aptur á
gang, og voru nú haldnar heilagur sannleiki og
óyggjandi í alla staði. Streymdu nú menn að úr
1) Um þetta efni er ritað meöal annars í 2. bindi
þessa rits.