Iðunn - 01.06.1889, Qupperneq 121
Yíirlit vfir sögn Ástraliu. ii87
öllum áttum hópum saman til þessarar nýfundnu
auðsuppsprettu, og hjeldu margir, að svo mikið
væri af gullinu, að þeir þyrftu ekki annað en tíua
það upp úr sandinum, og fylla með því vasana.
En svo glæsilegar vonir sem menn lröfðu gert sjer,
þá þóttust þeir blekktir harla margir, er þeir
komu til þessa fynrheitna gulllands, og komust
þar að raun um, að þeir þurftu að vinna af kappi
og með atorku, mánuðuui eða jafnvel árum saman,
til þess, að öðlast auðœfi þau, er þeir sóttust ept-
ir. Margir eljulausir lausingjar, er þangað vóru
komnir, og ætluðu að ausa upp á svipstundu þeirri
velmegnun, sem þeir höfðu hvorki dugnað nje
staðfestu til aö ávinna sjer við vanaleg störf, sneru
nú aptur til Sydney, hnípnir í huga, er þeir höfðu
slórt einu eða tvo mánnði iðjulausir í gullnámun-
um. Sögðust þeir hafa verið gabbaðir, og voru
svo reiöir gullnemanum frá Kaliforníu, sem fyrst-
ur hafði fundið námurnar, að þeir höfðu nærri
drepið hann.
Smám saman safnaðist þó fjöldi gullnema sam-
an í Bláfjöllum hingað og þangað úr nýlendunum.
En þar eð vinnau borgaði sig svo fjarska-vel,
streymdu þangað svo margir, að hin litla nýlenda
Victoria var nærri orðin auð af fólki. Til þess að
sporna við því, að nýlendan skyldi alveg verða
mannlaus, hjetu helztu íbúarnir í Melbourne þeim
manni miklu fje, sem heppnaðist að finna gull-
námu í Victoríu. Enda leið þá ekki á löngu áður
gullið fannst við Yorra-fljótið, að eins fáar mílur frá
ajálfum bænum Melbourne, og skömmu síðar fund-