Iðunn - 01.06.1889, Page 122
288 Yfirlit yfir sögu Ástralíu.
nst einnig hinar heimsfrægu gullnámur í Ballarat
og Bendigo.
1 Ballarat fannst gullið á vanalegan hátt í fijóts-
botni, en það var brátt unnið upp; undir fijóts-
sandinum fannst þykkt leirlag, og var þá farið
þaðan til þess að leita að nýjum námum. Til
allrar hamingju datt þá eiuum gullnemanna, sem
eptir varð, í hug, að grafa í gegnum leirlagið, og
þá fami hann allt í einu feikna-mikið gull í hinum
forna farvegi. Old eptir öld hafði gullið, sem vatn-
ið bar með sjer ofan úr fjöllunum, safnazt þar í
klettaholurnar. í holum þessum, sem kallast poc-
lcets (vasar), er stundum sem svarar mörgum þús-
undum punda sterling. Aður mánuður væri liðinn
var Ballarat auðugasta gullnáma í heimi.
Nú ætluðu allir af göflunum að ganga af gull-
græðginni. Melbourne lagðist nærri í eyði; menn
af öllum stjettum og úr öllum heimsálfum yfirgáfu
störf sín og heimili til að leita gæfu sinnar. 1
Melbourne tók jafnvel svo út yfir, að herforingj-
arnir struku úr herþjónustunni, embættismennirnir
úr skrifstofum sínum og sjómennirnir af skipun-
um.
En þrátt fyrir það, þó nýlendubúarnir streymdu
hver af öðrum í gullnámurnar, og landið gæti um
tíma ekki þróast á vanalegan hátt, bættist Astra-
líu það brátt upp á annan hátt og meira til, með
því, hve feikna-margir fluttu þangað frá öðrum
löndum. Arið eptir að gullið fannst, komu yfir
100,000 innflytjendur til Victoríu, og íbúatalan tvö-
faldaðist í einum svip, og fimmfaldaðist síðan á
fimm árum. 1830 voru þar ekki full 4000 íbúa,