Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 123
289
Yfirlit yfir sögu Astralíu
en 1860 nál. 1,300,000. jpar hafði 1 íka fundizfc
svo mikið gull, að þetta er skiljanlegt, því að í
Viktoríu einni var numið gull sem svaraði 18,000
miljónum króna á 10 árum.
Auðvitað urðu peningar í lágu verði, þegar svona
stóð á. Pyrstu gullnámsárin var farið með gull-
peningana eins og það væru koparpeningar. jpann-
ig fjekk hárskeri 1 pd. (nál. 18 krónur) fyrir að
klippa hár eins gullnema. Og að vera að láta
skila sjer aptur afgang af gullpening, ef maður
keypti eitthvað, það þótti fyrirlitlegur smásálar-
skapur í þá daga.
Margar sögur ganga af stórmeunsku og ofneyzlu
gullnemanna á þeim tímum. Einu sinni ætlaði
einn þeirra að taka sjer hvíldardag og skemmta
sjer, gekk inn á veitingahiis, og bað um morgun-
verð fyrir 10 pd. (180 krónur). Veitingakonan
sagðist ekki hafa til dýrri krásir en svo, ■ að mál-
tíðin næmi 5 kr., og bar fram allt hið bezta, er
hún hafði föng á. Eu gullneminn ljet sjer fátt
um fiunast, tekur upp úr vasa sínum stóran bögg-
ul af seðlum, velur úr 10 punda seðil, leggurhann
milli tveggja brauðsneiða, borðar þetta og rennir
niður með kampavíni. «þá hefi jeg það svona»,
segir hann; «þetta kalla jeg 10-punda-morgunverð».
Síðan borgar hann matinn og fer.
Annað sinn voru tveir írar, er grætt höfðu of
fjár, að halda heim til fósturjarðar sinnar. Einu
sinni er póstvagninn, er þeir voru í, stóð við með-
an skipt var um hesta, gengu þeir inn í veitinga-
hús. þegar gullnemarnir heyra, að veitingamaður-
Iðunn. VII. 19