Iðunn - 01.06.1889, Side 125
291
Yfirlit yfir sögu Ástraiíu.
samþyklds. Er því enn ósjeð, hvort hœgt muni
vera, að stemma stigu fyrir þeim, eða þeir muni
skaðlegur «þrándur í Götu» Evrópumanna.
þ>ar eð frumbyggjar Suðurhafseyjanna, sem kallast
Kanakar í Ástralíu, sýnast betur lagaðir til að
vinna 1 jafn-heitu landi og Ástralía er, en Evrópu-
menn, þá bendir frainför landsins á, eins og í A-
meríku, að hinir engilsaxnesku þjóðflokkur verðj
jarðeigendurnir, sem láti Kanakana yrkja jörð-
ina.
Eðliog ásigkomulaglandsins hefir sett sjerstakt snið
á aðalbjargræðisvegi þess og notkun þeirra. Kvik-
fjárræktin þarf mjög víðáttu-mikið landflæmi, og
þar sem akuryrkjá er stunduð, eru stór svæði tek-
in til yrkingar. Landið verður því strjálbyggt, og
sveitaþorp eða stórbæir geta ekki komið þar upp.
Elztu landnámsbæirnir, sem hafa verið reistir á
hagkvæmum stöðum, verða því liarla mikilvægir.
þeir hafa alla verzlun landsins; þar eru höfuðstöðv-
ar allrar andlegrar menntunar, og allra almennra
skemmtana, og þangað safnast allir þeir innflytj-
endur, sem ekki eru hneigðir fyrir landbúnað, og
ekki fá sjer land, heldur setjast að hvar sem hægt
er að hafa ofan af íyrir sjer. Af þessu sjest,
hvernig á því stendur, að í Ástrallandi, sem ekki
hefir nema 3 miljónir íbúa, sem eru dreifðir yfir
afarmikið landflæmi, skuli vera 2 bæir, Sydney og
Melbourne, með nál. 400,000 fbúa hvor,« og að
þriðjungur allra landsbúa á heima 1 fimm stærstu
borgunum, og er það alveg einsdæmi.
Niðurskipting laudsins í nýlendur stendur 1 nánu
19*