Iðunn - 01.06.1889, Side 126
292 Yfirlit yfir sögu Ástralíu.
sambandi við það, hve íbúunum var ójafnt skipt í
landinu. f>ar eð aðalbœirnir Melbourne og Sydney
uxu upp óháðir hvor öðrum, hlaut þar af að leiða,
að JNew-South-Wales klofnaði 1 tvær nýlendur.
Tasmanía fjekk sjerstaka stjórn í Hobartown 1825
og þegar borgin Brisbane tók að blómgast, var
Qweensland gert að sjerstakri nýlendu, euda höfðu
íbúar þar tvöfaldazt á árunum 1853—1859. Fram-
sóknin lieldur stöðugt áfram, og nú er verið að
koma upp nýrri nýlendu úr Norður-Qweens-
landi.
En jafnframt þessu er nil tekið að brydda á til-
raunum, að koma öllum þessum nýlendum í eitt
sambandsríki, og mun þess ekki langt að bíða, að
það takist; er þegar komið sameiginlegt fjelags-
skipulag á hervarnir landsins.
Svo mjög sem nýlendunum í Astralíu hefir vax-
ið fiskur um hrygg, og þótt þær sjeu harla lítið
upp á aðra komnar, þá fer því mjög fjarri, að
losnað hafi fyrir það um tengslin milli þeirra og
heimalandsins, Englands. Astralíubúar halda ein-
mitt fastara í þetta heldur en Englendingar sjálfir.
Fagur og órækur vottur þess er það meðal annars,
að þegar Englendingar áttu í ófriðnum suður í Sú-
dan síðast (við Súakim), þá gerðu Astralíubúar ó-
tilkvaddir út allnnkinn leiðangur til liðs við þá.
|>að liefir verið haft á prjónunum um hríð, að
koma Englandi og öllum nýlendum þess í eitt alls-
herjarsambaudaveldi, en lagið á því er ófundið
enn.
Meðan meginþorri nýlendumanna var útlagir
stórbrotamenn, var nýlendunum stjórnað á her-