Iðunn - 01.06.1889, Síða 127
293
Yfirlit yfir sögu Ástralíu.
mannavísu af landsstjóra Breta. En smámsaman
fór sjálfsforræðisviðleitni að ryðja sjer til rúms,
fyrst í «móðurnýlendunni», Nýja-Suður-Wales, og
varð að lokum úr þvi fullkomin þingræðisstjórn.
Eyrst kau3 landstjórinn sjálfur ráðgjafarþing sjer
við hlið; síðan komust þjóðkjörnir menn inn í það
(1824). En ekki var það samt fyrri en hið mikla
tímamótaár, 1851, er nýlendurnar fengu fullkomið
stjórnfrelsi, með tvískiptu þingi. Efri deildina
kýs ýmist stjórnin, eða hún er þjóðkjörin, af hin-
um efnameiri landsbúum. Kosningarrjettur í neðri
málstofuna var einnig upphaflega bundinn við til-
tekna fjáreign, en nú er það ekki nema að nafn-
inu til. jpingræði er löngu komið á í öllum ný-
lendunum.
Bjettarfar og sveitarstjórn er sniðið eptir enskum
reglum. Börn eru skyld að ganga í skóla; keunslan
er ókeypis, og engin ákveðin trúarbrögð kennd þar.
Nýlendur þessar, sem byggðust af afbrotamönnum
að upphafi, leggja nú hið mesta kapp á, að efla
menntun alþýðu. Háskólarnir eru eins og í Ame-
ríku mikið komnir upp á styrk einstakra manna.
í trausti til skjótra framfara landsins, og vegna
hinna miklu auðsuppsprettna þess, hafa nýlend-
urnar látið leiðast til, að hleypa sjer í afarmiklar
ríkisskuldir, hjer um bil 2000 miljónir króna ánál.
3 miljónir íbúa. 1 súpu þeirri felast þó allar
sveitaskuldir landsins, og hafa lán þessi yfir höfuð
verið tekin til að koma á fót stórfyrirtækjum, ein-
kum til að leggja járnbrautir, sem eru mjög svo
mikilsverðar í jafn-víðáttumiklu landi. Auk þess