Iðunn - 01.06.1889, Side 128
294 Yfirlit yfir sögu Ástralíu.
eru enn óseldar meira en 1000 miljónir dagslátta
af óbyggðu landi; og er það mikil eign.
Ef vjer athugum sögu þessa nýja þjóðfjelags, þá
sjáum vjer, að það er á hinni mestu æskufram-
fararás, en samþýðist þó fyllilega þjóðmenningar-
straum Norðurálfunnar. Og öllum þessum fratn-
förum hafa þeir náð á ekki lengri tíma en tveirn-
ur mannsöldrum. Að öðrum tveim mannsöldrum
liðnum verða stakkaskiptin orðin ef til vill marg-
falt meiri. þá verður eigi einungis jarðargróði
Norðurálfunnar (gras- og korntegundir o. s. frv.)
og dýrategundir þaðan (sauðfje, hestar, kýr, kan-
ínur o. s. frv.) orðnar algengar um land allt, um
þetta feiknamikla landflæmi, sem hefir verið ein-
angrað frá öllum samgöngum frá því löngu áður
en nokkrar sögur hófust, heldur munu frumbyggj-
ar landsins þá aldauða. I stað þess að standa í
stað á lægsta stigi steinaldarþjóða svo þúsundum
ára skiptir, sjáum vjer þar fyrir oss látlausa
framfarará3, jafnhliða þjóðunum í Evrópu og Ame-
ríku.
Snöggari umskipti þekkjast ekki í menningar-
sögu mannkynsins en þessi öld í sögu Astra-
líu.
þegar hátíðin varhaldin í fyrra í minningu þess,
aö hundrað ár voru liðin síðan Astralía var numin,
var því spáö, að þar mundi að hundrað árum liðn-
um verða sambandsríki með 50 miljónum manna,
er mæltu á enska tungu, og væru upprunnir af
sama kynstofni og Bandamenn í Vesturheimi,
svipaðir þeim, en þó auðþekktir frá þeim.
það er orðtak nýlendumanna: . «Advance Aust-