Iðunn - 01.06.1889, Qupperneq 130
296
Hjálmar Sigurðarson:
mundi ástatt vera. Iiafa sumir jafnvei haldið, að
kringum það væri íslaust haf, og þegar búið væri
að komast þangað, væri greiður vegur að sjiilfu
heimsskautiuu. En þar sem kunnugt er, að eptir
því sem hiti sólarinnar vérkar minna, eptir því
aukast jöklar og ís, þá er ekkert líkara en að bæði
heimsskautin sje ísi þakin eða jöklum árið um kring.
Eeyndar er ísinn við suðurskautið miklu meiri, því
hann byrjar á 60. mælistigi suðurbreiddar, en sam-
fastur ís byrjar í norðurhöfum ekki fyr en nálægt
70. mælistigi, og er enda auður sjór í sumum ár-
um miklu lengra norður. Kemur þessi mismunur
meðfram af því, að miklu meiri höf eru á suður-
hveli jarðar, og rakinn af uppgufun sjávarins er
þar því miklu meiri, en allur sá raki verður að
snjó, af kuldanum. Heitir hafstraumar, sem koma
sunnan úr höfum, draga apitur á móti talsvert úr
kuldanum í norðurhöfum.
Isinn og jöklarnir í heimsskautabeltunum hafa
þannig gjört allar ferðirþangað mjög örðugar oghættu-
legar, og margir hraustir drengir og djarfir hafa
látið lífið fyrir að reyna brjótast gegnum þau marg-
földu ísvirki. Má geta nærri, hvílík hætta hefir
verið að komast á misjöfnum seglskipum innan um
ísborgir þær, sem sumar eru margfalt hærri en
siglutopparnir, og berast á hraðaferð, meir fyrir
straumi en vindi, þar eð meiri hluti þeirra er neð-
ansjávar, kastast hver á aðra með braki og brest-
um og mola þá allt í sundur, sem fyrir verður eða
hrynja niður, þegar minnst varir eða frjósa sam-
an, svo ófært liefir verið að brjótast lengra á-
fram.