Iðunn - 01.06.1889, Síða 132
298 Hjálmar Sigurðarson.
En þrátfc fyrir það, þótt engnm hafi enn þá
tekizt að komasfc að hinum ímynduðu möndulend-
um jarðarinnar, getum vjer þó að sumu leyti
hugsað oss, hvernig þar muni vera umhorfs, eink-
um að því er snertir gang himintungla. Eeyndar
vitum vjer eigi, hvort þar muni vera láð eða lög-
ur, fjöll eða sljettlendi; en það þykjumst vjer þó
vera vissir um, að deplar þessir muni snævi þaktir
eða ísi eða jökli, að líkindum árið um kring; og sje
þeir á takmörkurn lands og lagar, að torvelt muni
þá jafnvel vera, að segja með vissu, hvorfc það sje
á sjó eða landi.
Imyndum oss nú, að vjer værum staddir á
depli norðurskautsins um vetrarsólhvörf 21. dag
desembermán. og himininn væri heiður.
Hvað mundi þá bera fyrir augu vor?
Allt í knng mundi vera ís og snjór, svo langt,
sern augað eygði, þó bjartur dagur væri. Kuldinn
væri ef til vill um 50 sfcig á Celsíusar mæli og
kannske meiri. Vjer sæjum enga glætu af degi
allan sólarhringinn, en stjörnurnar mundu tindra
sí og æ, en þær kæmu hvorki upp nje gengju undir,
heldur gengju í rjettum hringjum umhverfis á
himninum. Norðurstjarnan eða Pólstjarnan væri
beiut yfir höfðum vorum, og mundi hún sýnast
standa kyr í sama stað og öll himinhvelfingin suú-
ast um hana; en með mælingum mundi þó sjásfc,
að hún færi einnig í ofurlitlum hring umhverfis
hvirfil himinsins, þar eð hún er ekki alveg beint
yfir norðurskautinu , heldur lítið eitt sunnar.
Efsta Fjósakonan mundi ár eptir ár bera við sjón-
deildarhringinn; en báðar hinar Pjósakonurnar eru