Iðunn - 01.06.1889, Side 134
300 Hjálmar Sigurðarson.
Bn hvernig er nú áttunum háttað í norður-
heimsskautinu ?
|>ótt undarlegt kunni að virðast í fyrstu, eru
áttir þar alls ekki til, í sama skilningi og annars-
staðar á jörðunni. Til þess að komast þangað,
hefðum vjer hlotið að koma úr suðurátt, hvort sem
vjer hefðum komið gegn um Smithssund milli Græn-
lands og Amerfku, gegn um Beringssund milli
Asíu og Ameríku, eða fram hjá Spitzbergen ; og
hvert sem vjer hjeldum þaðan á brott, hlytum vjer
að fara í suðurátt. Reyndar mundum vjer kalla
þar suður í þeirri átt, sem vjer hefðum komið úr,
en norður í gagnstæðri átt; en vjer mundum jafnt
halda í suður, þó vjer færum í þá átt til baka,
eða til hægri eða vinstri handar. Suður væri þar
því í hverri þeirri stefnu, sem vjer miðuðum það-
an á jörðu, eða þó nákvæmlega beint undir fótum
vorum, en norður beint uppi í himinhvirfli, og austur
og vestur til beggja handa út í loptinu.
Ur því líður af sólstöðum, 21. júní, fer sólin
að lækka á lopti í norðurskautinu smátt og smátt,
eins og hvervetna á norðurhveli jarðar, þar til hún
hverfur sýn 23. dag septembermán. Hefir hún þá
skinið þar stöðugt í 185 daga, og veitt norður-
skautinu sem svarar fimm tólftungum af þeim hita,
sem hún veitir miðjarðarlínunni árið um í kiing.
Hefst þá langt hauströkkur, þar til síðasta dags-
brún hverfur í nóvembermánaðarlok, og þessi langa
nótt er ekki á enda fyr en 21. marz árið eptir, og
hefir hún þá staðið í 179 daga. þánnig eru hjer
ekki nema tvö dægur á ári, einn dagur : sumarið,
og ein sótt : veturinn; og eins er í suðurskautinu,