Iðunn - 01.06.1889, Page 137
Greptrunarsiðir eldsdýrkenda.
Eptir
0T-. ctuel Manoen.
borginni Bombay á vesturströnd Yestur-Ind-
lands er trúarbragðaflokkur sú, sem Parsar eru
nefndir. Eru það afkomendur Eorn-Persa, sem
tilbáðu hinn eilífa eld, sólina; hafa þau trúar-
brögð verið kennd við Zóroaster. Er margt fagurt
og háleitt í tráarbrögðum þessum, t. d. trúin á ei-
líft líf og algjörðan sigur hins góða yfir hinu illa.
Trúarbók þeirra, Zend, er rituð á forntungu þeirra,
er Avesta nefndist, en er nú liðin undir lok. þeg-
ar Múhameðsmenn lögðu undir sig Persíu nál. 640
e. Kr. ofsóttu þeir eldsdýrkendur með báli og
brandi, og gátu útrýmt trú þeirra að mestu, svo
nú játa hana ekki aðrir en þessir fáu Parsar í
Bombay. Eru þeir dugandi kaupmenn, margir auð-
ugir mjög og hafa á sjer almenningsorð fyrirhjálp-
semi og ráðvendni, og trúa Englendingar þeim opt
fyrir áríðandi störfum. En þó trúarbrögð þeirra
sje í mörgu merkileg, eru þó trúarsiðir þeirra kyn-
legir í vorum augum, einkum greptrunarsiðir þeirra.
Danskur rithöfundur, N. Juel Hansen, segir hjer
um bil þannig frá þeim í bók sinni: «Frá Nfl til
Himalyafjalla».
•Meðan jeg dvaldi í Bombay, gekk jeg eitt
sinn út snemma morguns til að litast um á ey