Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 138
304
N. Juel Hansen:
þeirri, er borgin stendur á. Sá jeg þá, að í pálma-
lundinum, sem jeg gekk í gegnum, var fjöldi af
gömmum, og hreiður þeirra í hverju trje, og gláptu
þeir á mig, er jeg færðist nær, en sátu þó kyrrir.
Kom jeg þá að háu og fögru steinriði, sem lá upp
að grindhliði einu miklu. þar stóð hof eitt lítið
rjett hjá og logaði þar ljós dag og nótt; það jar-
tegnar hinn eilífa eld. Fagur aldingarður var fyrir
innan grindhliðið með lágum steinveggjum um-
hverfis, og í lionum voru 5 turnar af steini, með
einum dyrum niður við jörðu, en engum gluggum,
og engin bust eða tindur að ofan, heldur skáþekja
af járngrindum.
þetta voru »Dokhmas», »þagnarturnarnir», hinn
helgi greptrunarstaður Parsa. Flestir Persar til-
biðja nú Allali og spámanninn (Múhameð), en
Parsar á Indlandi liafa stofnsett dálítið trúar-
bragðaríki í Bombay, og þeir hafa varðveitt hiuar
lielgu kenningar Zóróasters ; þeir tilbiðja eldinn og
ljósið, ímynd hins hreina og góða í hugrenningum,
orðum og gjörðum, gagnstætt því, sem óhreint er
og illt. Eldurinn hreinsar, segja Parsar, og birt-
an, sem af honum stendur, flæmir burtu myrkrið,
þar sem illir andar hafast við. þess \egna má
ekki vanhelga eldinn ; þess vegna kasta Parsar
aldrei óhreinindum á eldiun, fást aldrei við járn-
srníði, hleypa aldrei af byssu, og slökkva aldrei
nokkurt bál.
þegar Parsi liggur banaleguna, sjá ættingjar
hans um, að hundur sje þar við, því hann á að
reka í hurtu hina ósýnilegu illu anda, er safnast
saman í kring um hann. Nú deyr maðurinn. En