Iðunn - 01.06.1889, Side 139
Greptrunarsiðir eldsdýrkenda.
305
skki má brenna líkið, því það væri að vanhelga
eldinn; ekki má heldur grafa það í jörðu, því
henni á maðurinn að þakka sína líkamlegu tilveru
og allar þær velgjörðir, er henni fylgja. Var því
það ráð tekið, að láta líkið verða villidýrum að
bráð. Forn-Persar ljetu hunda naga holdið af
beinunum, enda voru þeir hirðingjar og veiðimenn,
og var því hundurinn þeim trór vinur og föru-
nautur.
! Bombay eru lík Parsa lögð ofan á járnriml-
ana yfir »þagnarturnunum». Eta gammar holdið,
en beinin falla gegnum rimlana niður í turninn.
þess vegna eru gammarnir friðhelgir.
Sólin var komin nokkuð á lopt og mjúkur
morgunblær bar ilm af blómunum að vitum mín-
um ; loptið var enn ómeiugað eptir svala nætur-
innar. Fugl einn tók til að kvaka, aimar tók
xmdir, fleiri bættust við, og brátt varð hver runnur,
hvert trje, fullt af fuglakvaki, er dreifðist út í all-
ar áttir, hóf sig til himins og fyllti loptið með
inndælum liljóm. En gammarnir sátu kyrrir, hálf-
mókandi, og böðuðu sig í sólinni, er skein á oss
úr skarði einu í Ghates-fjöllum.
En brátt tóku þeir að hrína og láta öllum ill-
um látum, svo ekki heyrðist lengur til söngfugl-
anna. jpeir hölluðu undir flatt og skimuðu allir í
sömu áttina. Síðan fóru þeir að verða óþolinmóðir
og loksins reiðir, og var auðsjeð, að þeir bjuggust
við að fá morgunskatt. Engin lík voru á turua-
grindu am; en þá sendu Parsar þeim þangað kjöt
20
Iðunn. VII.