Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 140
306
N. Juel Hansen:
á hverjum morgni til þess, að þeir yfirgeíi ekki
turnana.
|>á sá eg, hvar kom parsneskur þjónn og gekk
ofur hægt og niðurlútur, nærri því hátíðlegur á
svip. I höndunum bar hann tvær körfur. Jeg
hugsaði, að þetta mundi nú vera morgunskattur
gammanna og stóð við af forvitni. Var sem gömm-
unum sýndist hið sama, því þeir gláptu á hann
græðgislega og teygðu fram álkuna. f>jónninn gekk
að steinriðinu, og tók lokin af körfunum. Voru
þær fullar af blómum : helíótrópum, rósum, lótus-
blómum og brönugrösum. Jeg faldi mig bak við
trje eitt og horfði á hann. Stráði hann blómun-
um um riðið, sneri sjer svo mót sólu, ljet aptur
augun, og hóf hendurnar til himins. Síðan baðst
hann fyrir á þessa leið : »Heilaga ljós ! f>ú, sem
gefur lífið og tekur það aptur, þú ljómandi auga
Ormudz, líttu í náð niður á hinn látna húsbónda
minn og skín þii fyrir honum, svo að hann rati
leiðina til paradísar».
f>á sást til kynlegrar hersingar álengdar. f>að
var svo að sjá, sem gammarnir könnuðust við hana
samt, því það var eins og augun ætluðu út úr þeim
af græðgi. I broddi fylkingar gengu fjórir þjónar og
báru á milli sín blómum stráðar börur ; en þar of-
an á lá líkið af Parsa einum. f>ar á eptir gengu
ættingjar og vinir hins látna, tveir og tveir sam-
an, allir hljóðir, allir niðurlútir og allir í hvítum
búningi. Gammarnir fengu veður af líkinu. f>að
fór að koma asi á þá; þeir þöndu vængina út til
hálfs, krepptu klærnar fast um greinarnar, sem
þeir sátu á, og bældu sig niður, til þess að búa sig