Ægir - 01.02.1946, Blaðsíða 16
38
Æ G I R
sildveiðar ura sumarið. Útgerð línugufu-
skipanna var meiri og jafnari en verið
Iiafði árið áður, og byggðist það á því, að
fleiri þeirra voru nú gerð út til isíiskflutn-
inga á vetrarvertíðinni.
Flest skipanna voru eins og áður mótor-
bátar yfir 12 rúml. Var þátttaka þeirra í
veiðunum meiri en verið hefur undanfarin
ár og vár mest í apríl, en þá voru gerðir úl
206 bátar i þessum fjórðungi. Voru þar i
margir bátar aðkomnir úr öðrum fjórðung-
um og mun þeirra verða getið sérstaklega
siðar. Að lokinni vetrarvertíð fækkaði bát-
unuin mjög mikið og voru þeir aðeins 88,
sein gerðir voru út i júní og voru það allt
heimabátar. Þegar síldveiðar hófust í júlí-
mánuði, fjölgaði bátunum aftur og urðu þá
134 i þeim mánuði, en urðu svo færri að
loknum síldveiðum og um liaustið, og í des-
ember voru aðeins gerðir út 18 bátar i þess-
um flokki.
Tala mótorbáta undir 12 rúml. var mjög
svipuð og árið áður og voru þeir einnig
flestir gerðir út á vetrarvertíðinni, í marz-
mánuði, 26 að tötu. Um sumarið og haustið
voru þeir aftur á móti mjög fáir.
Opnir vélbátar voru gerðir út með allra
fæsta móti að þessu sinni. Var tæplega um
útgerð þeirra að raiða nema á vetrarvertíð-
inni og um vorið og svo litils háttar síðast
á árinu, eftir að línuveiðar hófust.
Svo sem áður getur voru allmargir að-
komnir bálar á vetrarvertíðinni í Sunnlend-
ingafjórðungi og voru þeir alls staðar að af
landinu. Einnig var nokkuð um það, að bál-
ar færðu sig til milli veiðistöðva innan
fjórðungsins.
Sandgerði er sú veiðistöð í fjórðungnum,
sem flestir aðkomubátar teita til að jafnaði.
Var svo einnig að þessu sinni. Af 28 bátum,
sem gerðir voru út þaðan á vertíðinni, voru
24 aðkomubátar og af þeim var helmingur-
inn frá stöðum utan fjórðungsins. Voru að-
komubátarnir frá eftirtöldum stöðum:
Garði 7, Eskifirði 4, Hafnarfirði 3, Iveflavík,
Dalvík, Húsavík og Norðfirði 2 frá hverjum
stað og 1 frá Reyðarfirði og Ólafsfirði.
Frá Keflavík og Ytri-Njarðvík voru gerðir
út til línuveiða á vetrarvertíðinni 23 línubát-
ar og voru þar af 6 úr Njarðvíkum og 10 úr
Keflavík, en 7 aðkomubátar frá eftirtöldum
slöðum: Garði 3, og einn frá hvorum eftir-
taldra staða: Grindavík, Seyðisfirði, Siglu-
firði og Norðfirði. í öðrum veiðistöðvum í
fjórðungnum voru aðkomubátar færri en
liér hafa verið taldir.
Yfirlit vfir veiðiaðferðir þær, sem stund-
aðar voru af fiskiskipum í Sunnlendinga-
fjórðungi, er að finna i töflu VII. Eins og
undanfarin ár var nú ekki um að ræða nein-
ar botnvörpuveiðar í salt, þar sem allir tog-
ararnir stunduðu botnvörpuveiðar i ís, sem
áður getur. Auk togaranna stunduðu alt-
margir bátanna í fjórðungnum botnvörpu-
veiðar og var þátttaka þeirra meiri nú en
árið áður. Flest skip slunduðu veiðar með
botnvörpu í maí, 72 að tölu, en á fyrra ári í
sama mánuði 63. Af þessum skipum voru 44
togbátar. Voru togbátarnir flestir úr Vesl-
m.-eyjum og Reykjavik eins og undanfarið.
Svo sem jafnan áður, stunduðu flestir bát-
anna þorskveiðar með línu á vetrarvertíð-
inni. Urðu þeir flestir í marzmánuði, 212
að tölu, en árið áður urðu þeir ftestir í sama
mánuði, 225. Minnkandi þátttaka i lóðaveið-
unum stafaði meðfram af skorti á línuveið-
arfærum, en einnig mun bannsvæði, sem
sett var af hernaðarástæðum í Faxaflóa,
hafa dregið nokkuð úr mönnum að fara til
veiða. Eftir að vertíðinni tauk var ekki um
neinar veiðar með línu að ræða fyrr en kom
fram á haustið og fyrri hluta vetrar, er
nokkrir hátar hófu línuveiðar.
Þátttaka í dragnótaveiðunum var einnig
heldur minni en verið liafði árið áður og
urðu bátarnir, sein þær stunduðu, flestir í
júnímánuði, 69, en höfðu verið 79 árið 1944.
Voru dragnótaveiðarnar stundaðar á tíma-
bilinu frá maí og fram á seinni hluta
sumars.
Síldveiðar með herpinót voru stundaðar
af 79 skipum úr Sunnlendingafjórðungi í
júnimánuði og var það 10 skipum fleira en
þegar þau voru flest á sumrinu 1944. Hins
vegar stóðu síldveiðarnar nú aðeins 2 mán-
uði, júlí og ágúst.