Ægir - 01.02.1946, Blaðsíða 50
72
Æ G I R
9. Skipastóllinn.
Skipatjóniö á árinu 194ö var meira en
nokkru sinni fyrr, að undanteknu árinu
1941. Alls fórust eða eyðilögðust 13 skip af
ýmsum stærðum og voru þau samtals 2600
rúmlestir brúttó. Þar af var eitt farþega-
ski]) 1564 rúml., en liitt fiskiskip, samtals
1036 rúmlestir brúttó. Aul< þess var selt úr
landi eilt skip, botnvörpungur, 269 rúml.
brúttó. Enn frennir voru nokkur skip rifin
á árinu eða talin ónýt, og liafa flest þeirra
ekki verið gerð út um nokkur undanfarin ár.
1 árslok 1945 er skipastóllinn talinn alls
638 skip 38 253 rúml. brúttó (sbr. töflu
XXXVI). Eru skipin þá tveimur færri og
rúmlestatalan rúml. 800 minni en árið áður.
Raunverulega mun þó fiskiskipastóllinn
liafa aukizt á árinu, en það kemur ekki fram
Norðlendingafjórðungi, sem slafaði aðallega
af því, liversu síldveiðin brást urn sumarið.
Sömuleiðis var venju fremur lítið fryst til
beitu í Vestfirðingafjórðungi og stafaði það
einnig af veiðibreslinum fyrir norðan um
sumarið, en mestur hluti þeirrar síldar, sem
frystur er á Vestfjörðum, er veiddur við
Norðurland á sumrin. í Austfirðingafjórð-
ungi var eins og áður mjög lítið um fryst-
ingu beitusíldar. Austfirðingar kaupa beitu
sína að mestu leyli að, aðallega frá Norður-
landi, en einnig stundum frá Suðurlandi,
auk þess sem síld veiðisl oft við Austfirði
á vetrum.
í töflunni vegna þess, að allmörg af skipum
þeim, sem keypt voru til landsins seinni
liluta ársins, komust ekki á skipaskrá í tæki
líð, lil þess að þau yrðu tekin með í yfirliti
þvi, sem Hagstofan lætur gera í lok hvers
árs, og sem hér er stuðst við. Af 638 skipum
voru 621 fiskiskip, og var rúmlestatala
þeirra tæplega 73% af heildarrúmlestatölu
skipastólsins.
Lokið var smíði aðeins fjögurra báta
innan lands á árinu og var það með minnsta
móti, en hins vegar var hafin smíði á all-
miklum fjölda báta víðs vegar um landið og
gert ráð fyrir, að l'leslum þeirra verði lokið
á árinu 1946. Rúmlestatala bátanna, sem
smíðaðir voru innan lands, var 186, en ár-
ið áður voru fullsmíðuð 8 skip, samtals 453
í'úml. brúttó.
Bátar þessir voru smiðaðir á eftir töldum
stöðum:
Vestmannaeyjum .......... 1 skip 63 rúml.
ísafirði ................ 1 — 53 —
Keflavík ................ 1 — 35 —
Innri-Njarðvík .......... 1 — 35 —
Undanfarin styrjaldarár hefur ekki verið
um að ræða skipakaup utanlands frá, nema
eitt skip, sem keypt var frá Bandaríkjunum
árið 1944. Hins vegar voru á árinu 1945
keypt allmörg fiskiskip, aðallega frá Sví-
þjóð. Tala þeirra skipa, sem keypt voru
utanlands frá, var 17, en samanlögð rúm-
lesta tala þeirra 1812. Voru þau keypt frá
eftirtöldum löndum:
Svíþjóð ......
Færeyjum ....
Danmörku ....
Kanada .......
Bandarík junum
13 skip 905 rúml
1 — 179 —
1 — 70 —
1 — 520 —
1 — 138 —
Skip þau, sem flutt voru inn, voru öll
gömul að undanteknum 2, sem komu frá
Bandaríkjunum og Kanada. Skipið, sem
talið er keypt frá Danmörku strandaði hér
við land árið 1942, en var náð út árið 1944
og var gert við það af hinum íslenzku eig-
endum. Skipið, sem keypt var frá Færeyj-
um, kom hingað árið 1944 og var endur-
byggt og var því ekki lokið fyrr en komið