Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1946, Blaðsíða 54

Ægir - 01.02.1946, Blaðsíða 54
76 Æ G I R 12. Landhelgisgæzla og björgunarstarfsemi. Ægir var að jafnaði ekki siaðbundinn við gæzlu um lengri tíma á árinu, að und- anteknu því, að mánuðina febrúar til april var hann að mestu levli við gæzlu við Vest- mannaeyjar, en þó jafnframt að nokkru leyti við flulninga. Um sumarið var skipið lil hreinsunar og viðgerðar í Reykjavík, en upp frá því var hann alltaf nokkuð i flutn- ingum .og við gæzlu fram í nóvember, en þá fór hann utan til viðgerðar. Ægir veitti 6 fiskibátum beina aðstoð á árinu. Óðinn var aðallega við gæzlu í Faxaflóa í janúarmánuði, en við Suð-Austurland á vetrarverliðinni í febrúar og marz og fram í apríl. Eftir ]>að var skipið við Vestmanna- eyjar og við Suð-Vesturland fram til júní- loka. Þegar síldveiðar hófust, snemma í júlí, fór skipið lil gæzlu við Norðurland og annaðist þá gæzlu lil ágústloka. Síðan var jjað við gæzlu vestan- og suð-vestanlands lil áramóta, að undanteknum þeiin tíma, sem fór í viðgerðir og hreinsun. Óðinn veitti 20 fiskiskipum beina aðsloð á árinu, og er þar meðtalinn 1 línuveiðari, sem bjargað var úr strandi. Sæbjörg var fyrri hlula ársins aðalle’ga x'ið gæzlu á sunnanverðum Faxaflóa, en frá miðjum júlí og fram í september var skip- ið við sjómælingar norður af Ströndum. Einnig var það við mælingar og athuganir við norðanvert Snæfellsnes. í fyrrahluta september og fram í miðjan október var skipið við gæzlu á sunnanverðum Faxaflóa, en þá var því lagt upp lil gagngerðrar um- byggingar. Sæbjörg veitti 37 fiskiskipum beina aðstoð á árinu, en bjargaði auk þess 2 uppmoksturspröinmum frá Reykjavík- urhöfn, sem draga átti lil Grindavíkur, en slilnað liöfðu aftan úr dráttarskipinu. Vesifjarða-varðbáiur. Huginn I. og Ric- hard voru leigð til gæzlu fyrir Vestfjörðum og voru til skiptis frá áramótum til maí- loka. Þurftu þau aldrei á þessum tíma að bjarga jbátum utan af hafi, en Huginn veitti aðsloð við að draga báta milli hafna. Fiskaflinn 28. febrúar 1946. (Miðað viB slægðan fisk með haus.) 1. Fiskur, ísaður: Febr. 1946 stnáí. Jan.'febr 1946 smál. Jan.-febr. 1945 smál. a) í útflutningsskip .. 7 187 8 788 14 927 b) Afli fiskiskipa útfl. af þeim 4 103 7 572 11 443 Samtals 11 290 16 360 26 370 2. Fiskur til frystingar.. 9 972 12 356 9 561 3. Fiskur I herzlu * 1 » 4. Fiskur til niðursuðu . 172 258 146 5. Fiskur i salt 2 673 2 708 538 6. Fiskur til neyzlu(Rvik) 298 298 445 Samtals 24 405 31 981 37 060 13. Skiptapar og slysfarir. Slysafarir á sjó og manntjón af þeirra völdum voru minni á árinu 1945 en verið hefur mörg undanfarin ár. Alls drukknuðu 34 íslendingar, en árið áður var tala þeirra 83. Af styrjaldarvöldum fórust 20 íslend- ingar á sjó, er e.s. Dettifossi var sökkt við vesturströnd Bretlands snemma á árinu. Var það síðasta skipið, sem fórst af hern- aðarástæðum í nýafstaðinni styrjöld. Alls fórust eða eyðilögðust 13 skip af öllum stærðum. Þau skiptust þannig: 1 farþega- skip, 2 fiskiskip, sem notuð voru sem flutn- ingaskip, 6 fiskibátar yfir 12 rúmlestir, 4 liskibátar undir 12 rúml. Af skipunum yfir 12 rúmlestir fórust 2 í hafi, en mannbjörg varð, 1 sökk eftir árekstur, 1 var skotið í kaf, en 5 rak á land í ofviðri. M.b. Freyja var leigð til gæzlu á sunnan- verðum Faxaflóa um sumarið og fram í byrjun október. Á þessurn tíma veitti Freyja, 1 vélbiluðum fiskibát beina aðstoð. Eins og áður sökktu varðskipin nokkr- um tundurduflum, sem fundust á reki með- fram ströndunum, en rekduflum fer nú mjög fækkandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.