Ægir - 01.02.1946, Blaðsíða 59
Æ G I R
81
ekki tekið á móti. Alls var saltað um 650
skpd. i febrúar.
í marzmánuði voru góðar gæftir nema
siðustu dagana og var afli ágætur og mjög
jafn. Almennt voru farnir 22 róðrar, en mest
24. Mestan afla í mánuðinum fékk v/b
Iveflvíkingur, 550 skpd. í 24 róðrum. 1 mán-
aðarlokin hafði hann kfengið 1000 skpd. i 53
róðrum, 33 858 lítra lifur og 21910 kg
hrogn. í marz fengust að meðaltali 35 1 úr
skpd. fisks. Mestur hluti aflans var seldur
í frystihús og skip til útflutnings, þó var
allmikið saltað fvrri hluta mánaðarins.
Akranes. Þaðan reru 21 bátur i febrúar.
Mest voru farnir 19 róðrar (4 bátar), en 15
bátar fóru 15 róðra og fleiri. Mestan afla í
mánuðinum fékk v/b Sigurfari um 146
smál. (hausað og slægt), og úr því fengust
11 700 lítrar af lifur. Mestan dagsafla fékk
v/b Egill, 27. febr., 14 685 kg. Níu af bál-
unum fengu 100 smál. afla í mánuðinum
og meira, miðað við slægðan og hausaðan
fisk. Febrúarafli Akranesbáta var um 1830
smál., og lifrarfengurinn um 145 þús. litrar.
— í marzmánuði reru 19 bátar frá Akra-
nesi, en af þeim fóru 2 örsjaldan á sjó.
Mest voru farnir 26 róðrar (5 bátar), en
allir fóru bátarnir 20 róðra, að þrem undan-
skildum. Mestan afla í mánuðinum fékk
v/b Egill, um 234 smál. Átta af bátunum
fengu 200 smál. og meira. Sá bálurinn, er
minnst aflaði af þeim, sem veiðar stundaði
að staðaldri, fékk 158 smál. Alls kom á land
á Akranesi 3280 smál. af fiski (slægt og
hausað) og um 253 þús. lítrar af lifur.
Hafnarfjörður og. Reykjavík. Álíka gæftir
voru i þessum stöðum báða mánuðina og í
öðrum veiðistöðvum við Faxaflóa. Frá
Reykjavík gengu 19 bátar til fiskjar, en 11
ur Hafnarfirði. Afli var yfirleitt góður og
stundum ágætur. Hér verða ekki taldir
róðrar einstakra báta né afli þeirra, en það
mun gert ýtarlega í maíhefti blaðsins, þá
vertið er lokið.
Ólafsvik. Fjórir þlijaðir bátar hafa
stundað þar veiðar í alla vetur og hefur
níli yfirleitl verið ágætur. Þó hefur notazt
þar illa að vertíðinni vegna þess hve erfitt
befur verið að afsetja aflann. Hraðfrysti-
húsið hefur ekki getað annað þvi að taka á
möti aflanum og saltleysi hefur komið i veg
fyrir að hægt hafi verið að verka afgangs-
fiskinn þannig. Margir róðrardagar hafa
því fallið niður, er bátarnir hafa orðið að
sitja í landi eða þeir hafa verið að flytja
aflann á fjarlæga staði. Þannig fluttu þeir
71 smál. af fiski inn i Stykkishólm í marz-
inánuði. í febrúar voru farnir 14—15 róðr-
ar og var aflinn 79—94 smál. í marzmán-
uði voru farriir 16—18 róðrar og var afl-
inn 120—162 sinál.
Hjallasandur. Þaðan réru 9 bátar í febrú-
ar og 10 i marzmánuði. Afli var yfirleitt
mjög góður báða mánuðina, en stundum
voru erfiðleikar á að losna við aflann. Það
bar við, að flytja varð aflann inn í Stykkis-
hólm.
Stykkishólmur. í febrúarmánuði reru 4
þiljubátar þaðan og 2 opnir vélbátar. Stóru
bátarnir fóru 14—15 róðra og öfluðu 67—
91 smál. Mestan afla fékk Olivette 91 348
kg í 15 róðrum. í marzmánuði voru sömu
bátar að veiðum og fóru þiljubátarnir 15—
17 róðra og öfluðu 70—100 smál. Hæstan
afla í marz hafði Grettir S.H. 116 99 761 kg
í 17 róðrum. Aflinn fór nær allur í hrað-
frystihúsin. í marzmánuði var saltað
14 000 kg.
Grundarfjör&ur. Þrír bátar stunduðu
veiðar þaðan í febrúar og var sá þriðji ekki
tilbúinn til róðra fyrr en viku af mánuð-
inum. Tíð var afar stirð til sjósóknar þar
lil síðast í mánuðinum. Tveir bátanna fóru
15 róðra hvor og var afli þeirra mjög svip-
aður, um 80 smál. slægt með haus. En
þriðji báturinn fór 11 róðra og aflaði um
52 smál. — 1 marzmánuði reru 4 bátar og
fóru mest 17 róðra. Aflahæsti báturinn fékk
um 109 smál., en sá aflalægsti um 84 smál.
Hraðfrystihúsið tók allan aflann, en varð
að salta nokkuð af honum.
Vestfirðingafjórðungur.
Framan af febrúar var sama stormatíðin
c<g í janúar og þá sjaldan komizt var á sjó
aflaðist lítið og misjafnt. Menn voru því