Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1946, Blaðsíða 33

Ægir - 01.02.1946, Blaðsíða 33
Æ G I R 55 Svía upp í samninginn og UNRRA lagði aldrei til tunnur eins og áður getur og féll þvi söltun niður af þeim ástæðum. Hins vegar var ráð fyrir því gert, að sú síld, sem söltuð var í gamlar tunnur, yrði látin ganga til UNRRA, enaf þvi varð þó ekki, og var hún seld til Svíþjóðar samkvæmt samkomulagi, sem gert var 30 ágúst. Af Norðurlandssíld- inni var ekki hægt að selja nema lítið eitt á aðra markaði en Svíþjóð, en þó fór litið eitt af síld til Danmerkur, og var rúmlega helm- ingur af þvi í eikarfötum. Verðið á sild þeirri, sem seld var til Svíþjóðar, var ákveð- ið kr. 58.00 sænskar fyrir tunnu (100 kg) af hausskorinni síld og kr. 60.00 sænskar fyrir sykursildartunnu (95 kg). Svíar lögðu til tunnur, salt og sykur og greiddu alla tolla og öll útflutningsgjöld af verðmæti þess, sem þeir lögðu til. Með samkomulagi þvi, sem gert var 30. ágúst og áður getur, hækkaði verð á sildinni í kr. 73.00 sænskar fyrir hausskorna sild og kr. 75.00 sænskar fyrir sykursild. Auk verðsins skyldu kaup- endur greiða geýmslugjald fyrir þá sild, sem ekki væri afskipuð fyrir 15. nóvember, 60 sænska aura fyrir tunnu á mánuði. Verð á þeirri sild, sem seld var til Danmerk- ur, var isl. kr. 160.00 til 200.00 fyrir heil- tunnu og lagði þá seljandi til tunnur, salt, sykur og krydd. Verð á matjessild, sem út var flutt (181 tunna), var kr. 200.00 og á flökum til Bandaríkjanna (söltuðum) $ 60.00. Söltun síldar í Faxaflóa var að þessu sinni með meira móti. Voru alls saltaðar tæpar 18 þús. tunnur. Árið áður hafði sölt- unin numið aðeins 1800 tunnum rúmlega. Var veiði góð í flóanum seinni liluta sum- ars og um haustið og þegar síldveiðin brást fyrir Norðurlandi fóru allmörg skip suður í Faxaflóa til reknetjaveiða, og nokkrir bát- ar, sem stundað höfðu veiði þar um sumar- ið, héldu áfram um haustið. Síldarútvegsnefnd ákvað lágmarksverð á fersksíld við Faxaflóa 13. sept., kr. 70.00 fyrir uppsaltaða tunnu, þrjú.lög í hring, eða sem svarar 42 aurar fyrir kíló af veginni sild upp úr bát. Otflutningsverð á Faxaflóa- síld var kr. 160.00 fyrir liausskorna síld, kr. 180.00 fyrir svkursild og kr. 200.00 fyrir kryddsíld, allt íslenzkar krónur fob., og lögðu seljendur allt til. Mestur hluti síldar- innar var seldur fyrir þetta verð til Dan- merkur og nokkur hluti til Svíþjóðar, en lílils háttar var einnig selt til Bandaríkj- anna af kryddsild, og var verðið $ 36.00 fyrir heiltunnu (ca. 114—116 kg í tunnu). Einnig var eitthvað selt af kryddsíldarflök- um frá Faxaflóa til Bandarílcjanna, og voru þau í vínsósu. Var verðið 100.00 fob. Reknetjaveiðar voru nú stundaðar all- mikið fyrir Norðurlandi um sumarið og haustið, en þær hafa að mestu legið niðri á slyrjaldarárunum. Hófust þær um 20. ágúst og stóðu fram undir lok september og sumir bátar héldu út fram i október. Alls stunduðu 76 bátar þessar veiðar fyrir Norðurlandi og var samanlögð veiði þeirra til söltunar 27 557 tn., en auk þess fór nokkuð i frystihús í beitu. Undanfarin styrjaldarár hafa íslenzk skip setið ein að sildveiðunum hér við land að undanteknu því, að nokkur færeysk skip hafa verið leigð til síldveiða á sumrin. Þégar, er styrjöldinni lauk á síðast liðnu ári, voru uppi ráðagerðir um það meðal Svía og Norðmanna að senda hingað skip lil síldveiða, svo sem gert hafði verið fram að styrjöldinni, en með því að undirbún- ingstími var stuttur, varð þátttaka útlend- inganna í síldveiðunum minni en ella hefði orðið. Frá Svíþjóð komu 29 skip og var saman- lögð rúmlestatala þeirra 2543, og voru þar af 2 móðurskip um 191 rúml. Af þessum skipum voru 25 með reknet og aðeins 4 með herpinót. Samanlagt aflamagn þeirra nema um 20 555 tunnur og voru þar af 18 395 tunnur sykursaltaðar, en 2200 tunnur gróf- saltaðar. Frá Noregi komu alls 66 skip og var sam- anlögð rúmlestatala þeirra 12 512. Voru 24 þeirra með reknet, en hin með herpinót. Samanlagt aflamagn þeirra nam 45 859 tn. og var verkuninni hagað þannig, að 34 599 tn. voru grófsaltaðar, 6510 hausskornar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.