Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1946, Blaðsíða 52

Ægir - 01.02.1946, Blaðsíða 52
74 Æ G I R eins og áður. Rvpi við enda ca. 10 m um stórstraumsf jöru. Auk jiess var bátabryggja lengd um 8 m, breidd 7 m, (1 steinsteypu- ker). Dýpi við enda ca. 3 m. Á Akranesi var hafnargarðurinn lengdur um 3Q m (3 ker), breidd 10 m. Dýpi við enda ca. 8 m. Bátabryggja sú, er gerð var sumarið áður, var lengd um 24 m (3 stein- steypuker). Dýpi við enda er ca. 3,5 metrar. í Borgarnesi var steypt þekja yfir gömlu bryggjuna. í Grafarnesi var steypt braut, (slippur) í'yrir steinsteypuker og eitt ker 10 m á tengd og 7 m á breidd steyjit á brautinni. Auk þess var steyplur aðgerðarpallur norð- an við bryggjuna og er hann ca. 30 m á íengd og 12 m á breidd. A Skagaströnd voru gerð 4 steinsteypu- ker 7,5 m á breidd og 10 m á lengd og var búin lil ein kerbraut í viðbót við þá, sem fyrir var. Var eitt kerið sett niður við enda garðs, en hin látin bíða næsta sumars. Aulc þess var skipabryggjan lengd um 30 m með 10 m breidd. Er hiin grjótfyllt ]neð staura- veggjum. Dýpi við j)á bryggju er um 3—3,5 m um fjöru. Á Sanðárkróki var gerður garður lil varnar sandburði inn á höfnina. Gengur liann á ská út frá enda hafnargarðsins og er ca 30 m á lengd. Er undirbyggingin gerð úr grjóti og steyptum steinum, en króna garðsins steypt. Á Brciðdalsvik var. gerð bátabryggja 5 m breið og ca. 30 m á lengd. Á Stöðvarfirði var lialdið áfram með bryggjugerð þá, sem hófst árið áður. 5Tar einkum flutt grjót i uppfyllingu. Á Djúpavogi var byrjað á hafskipa- bryggju. Yar sprengt grjót og sett niður í iandgang bryggjunnar. í Járngerðarstaðarhverfi í Grindavík var breikkuð og dýpkuð rás sú inn í Hópið, sem grafin var 1939. Er hún nú 20—25 m á hreidd, ca. 230 m á lengd og dýpi yfir 2 m miðað við lægsta fjöruborð. Auk þess var dýpkað allmikið inni i Hópinu. Var gerð allt að 100 m breið renna frá innsiglingu og upp ;ið bátabryggju. Bátbryggja var lengd um ca. 8 m, breidd 10 m. Bátabryggjan í Þórkötlnstaðahverfi í Grindavik var lengd um 22 m, breidd 8 m. Dýpi við bryggju nú ca. 2 m um fjöru. 1 Ytri-Njarðvík var bátabryggja Magn- lisar Ólafssonar lengd um ca. 22 m, breidd 8 m. Dýpi við enda ca. 2 m um fjöru. 1 Vognm á Vatnsleysuströnd var byrjað á hafnargarði frá landi út í Þórusker og nær grjótfyllingin nú nálega hálfa leið milli tands og skers. Garður jiessi á að skýla bátalegunni og verður jafnframt liátabryggja. Á Arnarstapa var byrjað á að sprengja fyrir akfærum vegi upp úr athafnasvæðinu c ið höfnina. Því verki verður væntanlega lokið í vor. í Örlggshöfn við Patreksfjörð var gerð steinsteypt bátabryggja um 50 m löng. Áð Hvalsskeri við sama fjörð var einnig gerð steypt bátabrvggja um 25 m löng. Að Alviðru við Dgrafjörð var gerð stevpt bátabryggja 39 m löng. Að Þingeyri var hafin endurbygging á hafskipabryggju og er bryggjuhausnum að mestu Iokið, en eftir er að smíða landgang- inn. Að Flateyri við Önundarfjörð var byrj- að á endurbyggingu á landgangi hafskipa- bryggjunnar og er hann nú gerður úr steyptum veggjum, grjótfyllingu og steyptri þekju. Þetta verk er nú hálfnað. Að Látrum i Aðalvík var bygg'ð stein- steypt b'átabryggja um 30 m löng. Að Kaldrananesi við Bjarnarfjörð var .gerð lítil steinsteypt bátabryggja. í Hafnarfirði var lokið við byggingu liafnargarðsins norðan megin fjarðarins og er hann nú um 230 metrar á lengd. I Vestmannaeyjum var lokið við a'ð sleypa vegg' frá bæjarbryggjunni og vestur í svonefndan Bratta. Svæðið landmegin við vegginn var svo fyllt upp með sandi, sem dælt var upp úr hafnarbotninum. Enn fremur var gerð nokkur dýpkun innst í liafnarbotninum í svokallaðri Friðarhöfn og lokið smíði bryggjunnar þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.