Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1946, Blaðsíða 3

Ægir - 01.02.1946, Blaðsíða 3
Æ G I R MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 39. árg. Reykjavík — febrúar—marz 1946 Nr. 2-3 * Davíð Olafsson: Sjávarútvegurinn 1945. Um árið 1945 má i stnttu máli segja það, að fyrir sjávarútveginn hafi það verið hið lakasta af styrjaldarárunum. Olli þar mestu um> að síldveiðarnar, sem liafa verið megin- stoðin undir útgerðinni um mörg undan- íarin ár, hrugðust gersamlega. Veiðibrestur á sildveiðum hefur ekki komið síðan árið 1935 og vafasamt má telja, að liann hafi nokkurn tíma verið eins alger, eins og hann var á síðastliðnu sumri. Útkoman var því sú, að í stað þess að gefa þeirri útgerð, sem síldveiðar stundaði, góðan arð eins og verið hefur undanfarin ár, mátti Iieita að allir þeir, sem síldarútgerð stunduðu um sum- arið, liafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni og Ijöldinn fyrir mjög tilfinnanlegu tjóni. Hafði aflabrestur þessi þau álirif, að all- mikill hluti af síldveiðiflotanum varð að fá aðstoð hins opinbera til þess að tryggja áframhaldandi rekstur skipanna. Var að- í>toð þessi veitt með veitingu hagkvæmra lána. Auk þeirra erfiðleika, sem aflabrest- urinn á síldveiðunum skapaði, átti línuút- gerðin, einkum á vetrarvertíðinni, við erf- iðleika að etja vegna skorts á veiðarfærum. Arið 1944 fór að bera allverulega á því, að erfiðleikar væru á því að útvega nægar birgðir af efni til linuveiðarfæra og ágerð- ust þeir erfiðleikar mjög, er leið á árið. Var fullt útlit á, að nokkur hluti línubátaflotans yrði ekki gerður út nema að litlu leyti á vertíð 1945, en hetur fór þó en áhorfðist og það urðu aðeins tiltölulega fá skip, sem ekki fóru til línuveiða vegna veiðarfæra- skortsins, en erfitt er að gera sér grein fyrir, liver áhrif liann hefur haft á aflabrögð línu- hátanna á vertíðinni. Þó má fullyrða, að vegna hans hafi aflamagnið orðið allmikið minna en elli liefði orðið. Loks átti útgerð- in í Faxaflóa við þá sérstöku erfiðleika að etja, að hernaðarbannsvæði var sett á sum bezlu fiskimið línubátanna í flóanum og hélzt svo út nær alla vetrarvertíðina. Má þvi segja að hvort tveggja, aflabresturinn á sildveiðunum og skortur á línuveiðarfær- um, hafi snert svo að segja alla vélbátaút- gerðina og liaft sín áhrif á afkomu hennar. Aftur á móti var svo ekki með togaraút- gerðina, með því að togararnir stunduð ekki síldveiðar, að tveim hinum minnstu und- anteknum, og um veiðarfæraskort lijá þeim var ekki að ræða. Hins vegar fór verð á fiski í Bretlandi lækkandi á árinu og snerti það að sjálfsögðu togarana, þar sem þeir eiga allt sitt undir þeim markaði. Var það hvort tveggja, að um almenna verðlækkun var að ræða frá þvi sem verið liafði árið áð- ur og sér í lagi, að sú fisktegundin, sem ver-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.