Ægir - 01.02.1946, Blaðsíða 14
36
Æ G I R
framleiðslu á málningu. Fyrirtæki þetta hef-
ur lofað að taka sýnishorn af íslenzku lýsi
og fiskolíu til tilraunavinnslu og skila af-
urðunum liingað aftur. Hefur rannsóknar-
stofan þegar sent 400 kg af karfabúklýsi í
þessum tilgangi, en síðan verður væntan-
lega sent svipað magn, bæði af þorskalýsi,
stearini og síldarolíu.
Hér hafa aðeins verið talin upp lielztu
verkefni þau, sem unnið liefur verið að á
rannsóknarstofu Fiskifélagsins á árinu
1945, og gefur það að sjálfsögðu aðeins
ófullkomna mynd af þeirri þýðingarmiklu
starfsemi, sem þar er rekin. ítarlegri grein-
argerð um starfsemi rannsóknarstofunnar
Ijirtist í Ársskýrslu Fiskifélagsins, en nú
mun væntanleg skýrsla um starfsemina á
árunum 1944 og 1945.
Fiskideild Atvinnudeildar háskólans
bættust nýir starfskraftar á árinu og gat
þar af leiðandi, ekki aðeins lialdið áfram
þeim rannsóknum, sem Inin liefur haft með
höndum hingað til, heldur nokkuð fært úr
kvíarnar. Þó er aðstaða deildarinnar enn
erl'ið á ýmsum sviðum, og einkum veldur
það miklum erfiðleikum, að ekki skuli enn
hafa fengizt fiskirannsóknaskip, sem er al-
veg óhjákvæmilegt tæki, ef von á að vera
til þess, að rannsóknirnar beri þann ávöxt,
sem ætlazt er til.
Á árinu var liægt að taka upp rannsóknir
í Faxaflóa að nýju, og voru leigðir til þess
togbátar. Var aðstaða öll miðlungi góð, en
þó voru farnar 4 rannsóknarferðir í flóann.
Kom það upp úr kafinu, að fiskur var
miklu minni en búast liefði mátt við eftir
þá hvíld, sem ætla mátti að flóinn hefið nol-
ið í stríðinu, jninni en fyrir stríð. Voru at-
huganir þessar einn liður í því starfi, sem
liafið var fyrir styrjöldina, að fá Faxaflóa
l'riðaðan fyrir botnvörpuveiðarfærum, og
hófust nú aftur viðræður á alþjóðaráðstefn-
um um þessi mál. Standa nú vonir til þess,
að áður en langt um líður fáist viðurkenn-
ing þeirra aðila, sem hér eiga lilut að máli,
l'yrir friðun Faxaflóa, og væru þá stórt spor
stigið.
Á árinu var mælt yfir 60 þús. af þorski
víðs vegar um landið og er það meira en
verið hefur nokkurt annað ár. Safnað var
um 9500 kvörnum til aldursákvarðana og
þó enn hafi eigi unnizt timi til þess að
vinna úr þeim gögnum nema að nokkru
leyti, er þó liægt að segja með vissu, að
þorskstofninn stendur með allmiklum blóma,
enda þótt ungur fiskur sé lilt áberandi sem
slendur. Það, sem einkum hefur gerzt, er
það, að fiskur gengur nú í stórum stíl hing-
að frá Grænlandi, enda er það auðséð við
athugun kvarnanna, að fiskur sá, sem nú
veiðist, er l'lestur kominn úr mjög köldum
sjó, þ. e. frá Grænlandsmiðum. Göngur
þorsksins hal'a nú aftur mjög sótt i gamla
liorfið, og virðist svo sem þeim sé eigi ólíkl
luittað og á árunum eftir 1930. Haldi þró-
unin áfram eins og hún hefur gert undan-
l'arin þrjú ár, eru allar líkur til, að sumar-
veiði við Vestfirði, Norður- og Austurland
l'ærist í aukana. Gert er ráð fyrir allmikilli
aukningu á þorskrannsóknunum eftir þá
erfiðleika, sem styrjöldin liefur valdið, en
auk þess er þýðingarmikið að geta fylgzt
með því, sem gerist i sjónum við Vestur-
Grænland, en rannsóknir hefjast þar á
sumri komanda.
Af ýsu voru mæld um 43 þús., en kvarnir
til aldursrannsókna teknar úr um 3500.
Ýsustofninn er eitthvað hetri nú en hann
var fyrir ófriðinn, en hefur þó aukizt minna
en vonir stóðu til. Fyrir styrjöldina var hann
orðinn mjög slitinn og sú litla „hvild“, sem
hann liefur fengið, hefur ekki reynzt nándar
nærri fullnægjandi til þess að bæta hann að
verulegum mun.
Auk þess liafa ýiusir botnfiskar aðrir ver-
ið rannsakaðir, einkum skarkoli, ufsi og
lúða. Af skarkola voru mæld um 3500 og
kvarnir teknar úr 850. Af ufsa voru mæld
1800 og 300 kvarnir teknar, og kvörnum var
safnað úr 1050 lúðum. Hafa þessar rann-
sóknar aðallega verið gerðar vegna Faxa-
flóarannsóknanna.
Um sumarið, á meðan á síldveiðum slóð,
var haldið áfram rannsóknum á síld. Mælt
var um 4000 af síld og reyndist meðallengd-
in 35,35 cm, eða meiri en nokkru sinni fyrr.