Ægir - 01.02.1946, Blaðsíða 41
Æ G I R
63
janúar lil 31. maí 1945 86 288 225 kg á kr.
45 133 197, en meðalverðuppbót á öllu land-
inu yfir nefnt tímabil var 7,4426%.
Eftir 1. júní gilti sama verð á fiski, livort
sem um var að ræða til útflutnings eða i
l'rystihús, og verið bafði árið 1944 og hélzt
það svo út árið.
Eins og undanfarin ár urðu einnig á ár-
inu nokkrar breytingar á hámarksverði á
ísvörðum fiski á brezka markaðinum. Var
það eins og áður sumarverð og vetrarverð.
Ilámarksverð það, sem gilti á helztu fisk-
tegundunum á brezka markaðinum á árinu,
var sem hér segir:
Slægt með haus:
Heiiagl'iski ....
Flatfiskur (koli)
Steinbitur .......
Fyrir % %—^Ya Eftir -Vn
£ s. d. £ s. d. £ »• d.
10.14. 2 10. 5. 0 9.14. 2
7.14. 2 7. 5. 0 6.15.10
3. 3. 4 2. 6. 8 2,10. 0
Slægt og hausað:
Þorskur ........... 4. 5. 0 3.15.10 3.18. 4
Ýsa ............... 4. 5. 0 3.15.10 4. 5. 0
Ufsi .............. 4. 0. 0 2. 5.10 2.15. 0
Karfi ............. 4. 0. 0 3.10.10 3.13. 4
Vetrarverðið frá haustinu 1944 gilti frani
UJ 7. apríl 1945, og var það rúmlega mánuði
skemur en vérið liafði áður og tveim mán-
uðum skemur en árið 1943. Alvarlegust var
lækkuninn á ufsanum, sem nam yfir 40%
og kom það að sjálfsögðu þyngst niður á
togurunum, en afli þeirra hefur undanfarið
verið mikið ufsalilandinn á sumrin og
haustin, en þorskur og ýsa lækkuðu uin
11%. Sumarverðið gilti fram til 24. nóvem-
ber, en það var um mánuði lengur en verið
liafði 1944. Með vetrarverðinu, sem þá var
akveðið, hækkaði þorskur mjög lítið, en
ysan aftur nokkru meira, liins vegar lækk-
aði ufsinn enn lítils háttar.
Meðalverð fisksins, sem seldur var á
brezka markaðinum á árinu, breyttist að
sjálfsögðu nokkuð í samræmi við þær breyt-
iugar, sem urðu á hámarksverðinu. Meðal-
verðið á togarafiskinum var hæst í janúar,
kr. 1.72 pr. kg. Hélzt verðið nokkurn veginn
slöðugt, en lækkar svo í apríl niður í kr.
1.56, en þá gætir verðbreytingarinnar á
brezka markaðinum, sem var ákveðin 7.
apríl. Heldur verðið svo áfram að lækka
fram í júií, og keinst þá niður í kr. 1.18 pr.
kg í þeirn mánuði. í ágúst verður nokkur
hækkun, upp í lcr. 1.26 og er sama meðal-
verð í september, en í október verður aftur
lækkun niður í kr. 1.18 og kemst í nóvem-
ber niður í kr. 1.15, og er það lægsta meðal-
verðið í mánuði á árinu. 1 desember verður
svo litils háttar hækkun og er meðalverðið
í þeim mánuði kr. 1,23.
Hin mikla lækkun á meðalverðinu liaust-
mánuðina og fram í nóvember stafaði að-
allega al' því, að þá var meiri bluti aflans
ufsi, en verðið á honum er, eins og áður hef-
ur verið getið, mjög lágt, og hefur lækkað
meira en verð á öðrum fiski.
Meðalverð þess fisks, sem fluttur var út
i fiskkaupaskipum, var ekki eins miklum
breytingum háð eins og togarafisksverðið.
Fyrstu þrjá mánuði ársins hélzt það óbreytt,
kr. 1.47 pr. kg, en lækkaði svo í apríl, með
lækkun liámarksverðsins á brezka markað-
inum, niður í kr. 1.52. Heldur það siðan
áfram að lækka fram i maí, kemst þá niður
í kr. 1.41, en liækkar aftur í júní upp í kr.
1.68, enda gætir þá meira verðmeiri fisk-
tegundanna í þeim fiski, eftir að dragnóta-
veiðarnar hefjast fyrir alvöru og einnig eru
þá allmikið stundaðar botnvörpuveiðar af
bálaflotanum. í júlí lækkar verðið þó aftur
niður í kr. 1.36, en fer svo hækkandi fram
í október, keinsl þá upp í kr. 1,73, eða því
sem næsl jafnbátt og það hafði verið fyrstu
þrjá mánuði ársins. Aftur á móti verður
nokkur lækkun í nóvember og desember og
kemst verðið ])á niður í kr. 1.40.
Meðalverð á togarafiskinum yfir árið, var
nú kr. 1.43, en kr. 1.54 árið áður og meðal-
verð á fiski þeim, sem fluttur var út með
fiskkaupaskipunum, var kr. 1.58, en kr.
1.77 árið áður. Er því hér um nokkra lækk-
un að ræða á meðalverði fisksins. Nam
lækkunin á meðlaverði bátafisksins um
10%, en á togarafiskinum var lækkunin um
7% frá árinu 1944.