Ægir - 01.04.1947, Page 3
Æ G I R
MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS
40. árg.
Reykjavík — apríl—maí 1947
Nr. 4-5
Davíð Olafsson:
Sjávarútvegurinn 1946.
Á árunum 1939—1945 mátti segja a8
styrjöldin setti mark sitt á íslenzkan sjáv-
arútveg. Síhækkandi verðlag á flestum
sjávarafurðum fyrstu ár styrjaldarinnar
leiddi lil þess, að hagur útgerðarinnar fór
mjög batnandi, enda var ekki vanþörf á því
eftir áratugs þrotlausa erfiðleika af völdum
sölutregðu á helztu sjávarafurðum, sem
leitt hafði meginhluta útgerðarinnar á barm
gjaldþrotsins. Seinni hluti styrjaldarinnar
var ekki eins hagstæður fyrir útgerðina.
Verðlag á fiski bátaflotans svo og á síldar-
afurðunum hefur að vísu farið hækkandi,
en verðlag á ísvörðum fiski á brezka mark-
aðnum farið mjög lækkandi. Hins vegar
hefur þróun sú, sem átt hefur sér stað hér
innanlands, á sviði verðlags- og kaupgjalds-
mála orðið útgerðinni mjög þung í skauti.
Hefur hún Ieitt til síaukins útgerðarkosln-
aðar, og þær verðhækkanir, sem orðið hafa
á fiski bátaflotans, hafa hvergi nærri getað
bætt upp hinn hækkandi kostnað. Til þess
að koma hér á eðlilegu jafnvægi aftur, er
einungis hugsanleg sú leið að færa niður
Iramleiðslukostnaðinn, því að ógerningur er
að gera ráð fyrir, að verðlag á afurðum út-
vegsins geti farið hækkandi frá því, sem nú
er, a. m. k. á hinum þýðingarmeiri afurð-
mn. Framtíð útvegsins byggist á því meira
en nokkru öðru, hvort þetta tekst eður ei.
Afkoma sjávarútvegsins á árinu 1946 var
efalaust lakari en hún hafði verið árið áð-
ur. Aflabresturinn á síldveiðunum 1945 gerði
jiað að verkum, að hátaútvegurinn var illa
húinn undir vetrarvertíðina 1946. Sú vertíð
var ákaflega misjöfn, ])ó yfirleitt mætti
segja, að aflabrögð væru í betra lagi. En
síldveiðarnar réðu mestu um afkomu árs-
ins, eins og oft áður. Eftir hinn mikla afla-
hrest á síldveiðunum árið áður höfðu menn
\onað, að árið 1946 gæti a. m. k. gefið
sæmilega útkomu á síldveiðunum, en raun-
in varð önnur. Enda þótt aflabresturinn
væri ekki eins alger, var hann þó mjög til-
finnanlegur og sýnu tilfinnanlegri fyrir það,
að útgerðin var almennt miklu verr undir
hann búinn en árið áður, m. a. vegna þess,
hversu það ár hafði brugðizt. Afkoma báta-
útvegsins var því mjög erfið, þegar litið er
á árið sem heild, og mun engin grein þeirr-
ar útgerðar vera þar undanskilin.
Um togaraútgerðina er það að segja, að
enda j)ótt óhætt muni að telja afkonm
hennar sæmilega, ef litið er á árið sem
heild, fór ekki hjá því, að erfiðleika fór að
gæta einnig hjá henni í ríkari mæli en áð-
ur. Var það einkum, að verðlag fór all-
mjög lækkandi á hrezka markaðnum, en
þangað seldu togararnir allan þann fisk,
sem þeir fluttu út ísvarinn. Varð verð-