Ægir - 01.04.1947, Síða 12
106
Æ G I R
um um það, hvar yfirborð lifrarinnar á að
vera í mælikerunum, þegar mæling fer
fram. Af þessu leiðir, að tölur þær, sem
bræðslurnar gefa upp um bræðsluárangur,
eru alls ekki sambærilegar og torveldar
það mjög allan tapaútreikning. Væri mjög
æskilegt, að bræðslurnar tækju yfirleitt
upp þann sið, að vega lifrina eins og nú er
gert í Vestmannaeyjum. Virðist lítil von til,
að hægt verði að byggja tapaútreikning
lijá bræðslunum á bræðsluárangri þeirra
fyrr en vigtun lifrarinnar hefur almennl
verið tekin upp.
Haldið hefur verið áfram prófun á nýj-
um og endurbættum bræðsluaðferðum. Ein
af þeim aðferðum, sem beztan árangur
hefur gefið, er hin svokallaða frystiaðferð.
Er hún í því fólgin, að lifrin er fryst fyrst,
siðan þýdd og tætt og loks skilin í skil-
vindu eftir að hún hefur verið hituð upp í
40-—50° C. í sambandi við prófun þessarar
bræðsluaðferðar, hefur reynzt nauðsynlegt
að framkvæma mikinn fjölda af tafsömum
hræðslutilraunum. Yrði það alll of langt
mál, ef skýra ætti ýtarlega frá árangri
þeirra hér. Þó skal þess getið, að allt útlit
er fyrir, að lýsistöpin þurfi ekki að vera
nema 1—2% af lýsismagni Iifrarinnar, þeg-
ar aðferð þessi er notuð, en til samanburð-
ar má geta þess, að lágmarkstöp hjá
bræðslum hér á landi munu vera um 9%
eins og nú standa sakir.
Lýsi, sem unnið er með frystiaðferðinni,
er líka að flestra dómi mun bragðbetra en
gufubrætt þorskalýsi og er fullt edns vita-
minríkt. Eigi skal því leynt, að aðferð þessi
hlýtur að verða nokkuð kostnaðarsöm í
framkvæmd, og hefur enn ekki fengizt úr
því skorið, hvort hún muni skila þeim mun
meira lýsi en aðrar bræðsluaðferðir, að
nægja muni til að vega upp á móti aukn-
um framleiðslukostnaði.
Farið var til Hornafjarðar á árinu, að til-
hlutan Sambands isl. samvinnufélaga,
þeirra eiinda að athuga lifrarbræðsluna þar
og gera tillögur um endurbyggingu hennar.
í ljós kom við athugun lifrarinnar þar
eystra, að hún er mjög misfeit og auðvelt
er að flokka hana eftir sjónmati, í misfeita
lifrarflokka. Nokkrar slíkar flokkanir voru
framkvæmdar og sýnishorn tekin til
Reykjavíkur til rannsóknar. Við rannsókn
sýnishornanná kom fram, að A-vitamin-
magn lýsis var þeim mun hærra, sem lifrin
var horaðri, og reyndist lýsið úr horuðustu
lifrinni jafngilt góðu lúðulýsi í þessu til-
liti. Á vertíð þeirri, sem nú stendur yfir
(1947), er ákveðið að horaðasta lifrin verði
tínd úr lifraraflanum á Hornafirði og hún
unnin sérstaklega. Þykir þetta hagkvæmt
vegna þess, að lifur, sem ekki inniheldur
nema 20% af lýsi eða þaðan af minna, skil-
ar litlu eða engu lýsi, sé hún brædd með
þeirri aðferð, sem notuð er á Hornafirði, og
fer hún því að mestu til spillis, sé hún unn-
in með annari lifur. Verður fróðlegt að sjá,
hvern árangur þessi flokkun ber á Horna-
firði, því að vafalaust má framkvæma hana
viðar á landinu, þótt vafasamt sé, hvorl í
nokkurri annarri veiðistöð sé hlutfallslega
jafnmikið um horaða lifur og þar.
Haldið hefur verið áfram rannsóknum á
fúavörn netja á sama hátt og undanfarin
ár. Tilraunahespur og netjagarn, fúavarið
með mismunandi aðferðum, lá í sjó yfir
sumarmánuðina, en það óhapp skeði, að
þær losnuðu frá legufærum í fyrsta haust-
veðrinu og hafa ekki sézt síðan. Er þetta í
annað skipti, sem rannsóknarstofan tapar
tilraunahespnm á þennan hátt, og hafa
óhöpp þessi tafið það mjög, að endanlegur
árangur fengist af rannsóknum þessum.
Seinni hluta sumars og um haustið var
unnið að tilraunum með hreinsun síldar-
lýsis undir herzlu. Vorn tilraunir þessar
gerðar á vegum byggingarnefndar lýsis-
h.erzluverksmiðjunnar.
Hér hafa verið talin upp helztu verkefni
rannsóknarstofunnar á árinu 1946. Ymsu
hefur þó verið sleppt, sein ástæða hefði ver-
ið til að minnast á, eins og t. d. ferðalög i
verstöðvar utan Reykjavíkur í þágu ýmissa
aðila, upplýsingarstarfsemi, sem rekin hef-
ur verið á sama hátt og undanfarin ár o. fh
Fiskdeildin í Atvinnudeild háskólans
starfaði með svipuðum hætti og undan-