Ægir - 01.04.1947, Page 65
Æ G I R
155
á tímabilinu febrúar til júni, og veitti á því
tímabili 12 bátum aðstoð.
Snæfell EA 740 var leigt til gæzlu við
Vestmannaeyjar í marzmánuði og veitti á
þeim tíma 4 bátum aðstoð.
Freijja GK 275 var leigð til gæzlu í Faxa-
flóa um sumarið, þar til í lok september,
og veitti nokkrum bátum aðstoð á því
tímabili.
Finnbjörn IS 24 var leigður til gæzlu
við Vestfirði 3 síðustu mánuði ársins.
Veitti hann 1 bát beina aðstoð á þeim tíma.
Seint á árinu 1946 höfðu verið keyptir
til landsins 3 hraðbátar, er hlutu nöfnin:
„Njörður“, „Baldur“ og „Bragi“, og skyldu
þeir notaðir við landhelgisgæzlu hér við
land. Voru menn ekki á eitt sáttir um not-
bæfni þessara báta til þessa starfa, og kom
aldrei til að þeir væru notaðir til gæzlu, að
undanteknum einum, sem fór nokkrum
sinnum til gæzlu á tímabilinu 1. febr. til 13.
maí og tók þá 1 ísl. botnvörpung að veiðum
i landhelgi. Um sumarið' 1946 var skipum
þessum skilað aftur til Bretlands.
Fyrir sildarvertíðina 1946 var vitað, að
óvenju mörg skip bæði innland og erlend
myndu taka þátt í síldveiðunum, og þótti
því nauðsyn bera til að taka upp nokkuð
aðra skipan á landhelgisgæzlunni á sild-
veiðisvæðinu en tíðkazt bafði til þessa. Var
i þessu sambandi settur sérstakur gæzlu-
stjóri, er hafði aðsetur á Siglufirði, og skyldi
bann standa í daglegu sambandi við varð-
skipin á síldveiðisvæðinu og fulltrúa frá
lendhelgisgæzlunni, sem settir voru í
báðar sildarleitarflugvélarnar, 1 i hvora.
Ein .ig halði gæzlustjórinn stöðugt sam-
b.nid viö umboðsmenn skipaútgerðarinnar
höfn n Norðurlands, ef þeir skyldu frétta
nm einiiver landhelgisbrot. Loks var ráð
*yrir því gert, að íslenzku síldveiðiskipin
létu gæzlustjóra í té fréttir, til þess að hann
gæti auðveldlegar skipulagt sem bezt störf
varðskipanna á síldveiðisvæðunnm.
Þessi skipan landhelgisgæzlunnar yfir
sildarvertíðina var alger nýbreytni, en áð-
m- höfðu verið gerðar tilraunir með land-
helgisgæzlu í sambandi við sildarleit úr
flugvélum. Höfðu slíkar tilraunir verið
hafnar fyrir síðustu lieimsstyrjöld, en féllu
niður vegna styrjaldarinnar, þar til að
henni lokinni.
Eins og áður þá sökktu varðskipin
nokkrum tundurduflum, sem fundust á
siglingaleiðum umhverfis landið.
13. Skiptapar og slysfarir.
Á árinu 1945 höfðu verið minni slysfarir
á sjó en um mörg undanfarin ár. Á árinu
1946 urðu slysin fleiri, en þá drukknuðu
hér við land 40 íslendingar, en auk þess
fórust 4 af slvsförum um borð i skipum,
eða alls 44 af slysförum á sjó. Er þetta 10
mönnum fleira en árið áður. Alls fórust 5
íslenzk fiskiskip og bátar hér við land á ár-
inu og týndust 4 af þeim i hafi, en eitt sökk
skammt undan landi.
3 erlend skip strönduðu bér við land á ár-
inu og drukknuðu 3 menn af einu þeirra, en
öllum skipverjum var bjargað af hinum.
Björgunarsveitir Slysavarnafélags íslands
björguðu samtals 70 mönnum þetta ár.
Leitað var 36 sinnum á árinu til Slysa-
varnafélags íslands, er íslenzk skip og bát-
ar þurftu á hjálp að lialda, og er það held-
minna en árið áður, en þá vara tala hjálpar-
beiðna 43.
Ritstjóri: Lúðvík Kristjánsson.
RikisprentsraiSjan Gutenberg.